Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 12

Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 12
10 SUMARLILJ AN. .............. ■ nim ■■iiihi immfiiiinif ............................ ann og rétti úr sér. »Já, eg elska hann, herra ofursti,« og svo benti hann á fánann og mælti:. »Sjáið, þessi blettur þarna er bióð hetjunnar O’Rourke, hann féll við Afganisten þar sem hann varði fán- ann til hinstu stundar. — Og þessi blettur er blóð hetjunnar O’Han- laus.« — Tveir gamli foringjar urðu hálfórólegir, þeir mintust O’Han- laus, þegar hann helsærður bar1 fán- ann og ofursta sinn særðan, í járn- greipum sínum úr bardaganum við Tel el Kepir og hné svo dauður. — »Og þetta er mitt blóð.« Gamli fána- berinn sagði það ofurrólega en augu hans ljómuðu. Hann fletti frá sér fötunum og sýndi þeim stórt ör á brjóstinu. »Isandlwana,« sagði hann aðeins. »Og af þ v í tókuð þér fánann?* »Nei, nei, herra ofursti, það sver eg. En eg faldi mig í foringjasaln- um, og þar var enginn, sem sýndi honum þann heiður er vera bar, né skeyttu neitt, um hann — alt öðruvísi en áður, — og þessvegna, guð fyrir- gefi ntér, stal eg honum til að sýna honum þá lotning er honum bar. Yngri foringjarnir bitu á varirnar. »Hvað heitið þér?« »0’CaIIaghan, herra ofursti, fyr- verandi fánaberi við yðar herfylki.« »0’Callaghan, hetjan, sem bjarg- aði lífi mínu við Isandlwanal* »Já, herra ofursti,« tautaði gamli maðurinn. Tennen ofursti lagði hend- urnar á axlir honuin. »Guði sé lof!« hvíslaði hann. Guði sé lof.« Reir tókust í hendur. Ó- sjálfrátt, eins og eftir skipan, sneru allir foringjarnir við og fóru út. »Pessa kvölds mun eg Iengi minn- ast,« mælti Tennen og strauk hend- inni efir fánanum. Gamli fánaberinn fal andlitið í höndum sér. Ofurst- inn studdi á öxl honum. Hann hrökk við. Ofurstinn rétti honum fánann. Undrunarsvipur, — nærri óttakend- ur — kom á andlit. O’Cailaghans. »0’CalIaghan,« mælti ofurstinn. »Rér skuluð koma með mér oghaldið á fánanum með yður. Herfylkið þarfnast yðár enn. — Herfylkið er stolt af þér, O’Callaghan. (Pýtt.) Eftirtekt. Hvernig þckkja skal lyndiseinkunnir manna á klœðaburði o. fl. Ekkert af skilningarvitunum er fullkomið frá fæðingu, en sérhvert þeirra hefir meiri eða minni líkur til að geta þroskast. Skörp eftirtekt hlýt- ur ætíð að að vera góð og gagnleg í lífinu. Hún er til dæmis ómissandi fyrir kaupsýslumanninn, lögregluþjón- inn, sjómanninn o. fl. Eftirtektin krefst þess, að maður hafi augun al- staðar, liafi skarpa heyrn og sé mjög lyktnæmur. Margar skepnur hafa þessi skilningarvit ákaflega vel þroskuð, sérstaklega lyktnæmi, og veiðimenn segja að til einskis sé að ætla að komast í námunda við vilt dýr nema

x

Sumarliljan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.