Sumarliljan - 01.06.1919, Page 15
SUMARLILJAN. 13
.........................................""■■•>.. ...
veður og vita um flóð og fjöru. Synda
50 metra í skyrtu, buxum og sokkum.
Klifra upp 15 feta stöng. Þekkja flögg
flestra þjóða.
Öll slík merki eru hvít með rauðum
ísaum og borin á upphandleggjunum
Það er óhætt að treysta þeiin sem þessi
merki bera í hverri grein, því þau eru
aðeins gefin fyr fullkomna kunnáttu.
Skátarnir hirða sig sjálfir. Þeir fara
út í sveit með tjöld sín og lifa þar úti-
legulífi. Þetta gera þeir til að njóta frels-
isins og hreina loftsins. Þar læra þeir
að lifa sjálfir, án þess að vera annara
byrði. Þeir fara reglulega á fætur, ganga
regiulega til matar og fara reglulega að
sofa. Yfir höfuð eru Skátafélögin mjög
þörf. Þau vekja dáð og dug í drengj-
unum, og gera þá að inönnum.
Stofnið því Skátafélög, stjórnið þeim
og styðjið, þar til drengirnir geta tekið
við þeim sjálfir.
Reyktu ekki.
—-o—
Skáti reykir ekki. — Allir drengir geta
reykt; það er svo sem enginn galdur, en
Skáti er ajy^ of hygginn til að gefa sig
við þvílíku. Hann veit að drengur, sem
reykir áðuren hann er fullþroskaður, hefir
mestu líkur til að verða, hjartveikur.
Hjartað er mikilvægasta líffærið í lík-
amanum. Það rekur blóðið út um lík-
amann og býr þannig til bein og vöðva.
Ef hjartað getur eigi unnið starf sitt sem
þarf, getur líkaminn eigi verið hraustur
og sterkur.
Reykingar eyðileggja auk þess augun,
og ef það er nokkuð sem Skáti á að
varðveita, þá eru það þau.
Það er áreiðanlega enginn drengur,
sem hefir byrjað að reykja vegna þess
að honum hafi þótt það gott, en dreng-
ir halda oft að þeir stækki við að hafa
vindling í munninum. Nei, þvert á móti.
Þá fyrst sér maður hvílík börn þeir
eru.
Sértu byrjaður að reykja, þá burt með
vindlinginn!
Taktu þá föstu ákvörðun, að þú skul-
ir aldrei reykja, fyr en þú ert orðinn
fulltíða — og haltu hana. Það mun
gera þig þess verðan að teljast með
mönnum. Þú getur verið viss um, að
félagar þínir munu virða það við þig,
ef þeir sjá að þú ert óbifanlegur frá á-
kvörðun þinni, og þeir munu ef til vill
fylgja dæmi þínu.
Oerðu þetta og þú munt geta gert
mikið gagn í heiminum þó þú sért að-
eins drengur.
Athugasemdir Skátaforingjans.
—0—
— Útiferðir Skáta byrja um miðjan
Maí og tjaldferðir í byrjun Júní, éf tíðin
verður góð. Allir Skátar ættu að taka
þátt í þeim, það er mikið skemtilegra
en siæpast á götunni, eða sitja inni eins
og fjörgamalt fólk. Enginn vandi með
tjöld.
• •
•
—v Nú í sutnar og framvegis má búast
við miklum straum af útlendingum. Þeir
þekkja mætavel Skátaregluna og munu
snúa sér að hverjum Skáta sem þeir sjá
að hegðar sér eins og Skátum ber, og fá
þá sér tii Ieiðbeiningar eða fylgdar og
ekki síst ef þeir hafa vegvísara merkið
Skátar takið það! Auðvelt í svona smáu
þorpi.
• •
•
— Einhver góð kona ætti að stofna
hér Skátafélag fyrir ungar stúlkur, þeim
er engu síður þörf á heilnæmum útiæf-
ingum en drengjum. Þær eru altaf að