Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 17
SUMARLÍLJAN. 15
llllkkliiilliiikllkliiiíélÉllíiiiiiiiiiiiimimiiuiimiiimiiiiuiiiiiliitiniiiiniiiiiiiiiiiimiiiilttitiiiliiliiihliiiiilHiiiiiiiiiiMiiiiiiiiilk
okkar hafi eigi af því aö segja, þá verð-
ur hann merki þjóðarinnar í framtíðinni
og það er helg skylda allra þeirra, sem
elska og virða ættjörð sína að skila fán-
anum hreinum og blettlausum á fram-
farabraut til komandi kynslóða. Það er
blátt áfram svívirðilegt að sjá drengi og
jafnvel fullorðna, kasta grjóti, snjó og
allskonar óþverra í fánann, og ekkert
er eins til að vekja fyrirlitningu hjá út-
lendingum fyrir okkur sem slíkt athæfi.
Það ber ekki heldur vott um virðingu
þar sem fáninn er dreginn upp stag-
bættur, óhreinn eða rifinn.
Ef við viljum að aðrar þjóðir beri
virðingu fyrir þjóðarmerkinu okkar þá
verðum við fyrst að læra það sjálfir.
* *
*
Eina skemtun hélt Skátafélagið hér í
vetur til ágóða fyrir berklahælið, en af
þeim sökurn að tvær aðrar skemtanir
voru haldnar svo að segja samtímis, var
skemtun þessi eigi sótt eins vel og ella
ogágóðinn þar af leiðandi eigi eins mik-
ill og æskilegt hefði verið þar eð hann
var til styrktar jafnnauðsynlegu fyrirtæki.
* *
*
»SumarIiljan« kemur út aðeins þetta
eina blað, en í ráði er að Skátafélagið
gefi út mánaðarlegt málgagn, er byrji
að koma út i haust, óðar og myndamót
koma frá Englandi, og vonandi sýna
menn þeirri »Vetrarlilju« íslenska gest-
risni. Myndir þær, sem eru í riti þessu,
eru gjörðar af Vigfúsi L, Friðrikssyni
aðstoðarforingja og ritara Skátafélagsins
hér.
* •
* 1
19 Skáiar í Akureyrarsveitinni hafa tek-
ið meira Skátaprófið, eftir alþjóða Skáta-
reglum, að undanteknum þeim íslensku,
sem samdar eru af A. V. Tuliníus, og
sem eru helmingi þyngri, og eftir þeim
er það aðeins minna próf. í reglum sín-
um gerir Tuliníus ekki ráð fyrir neln-
um auka merkjum, og ætlast að líkind-
um til að þau innifelist í meira prófinu.
Þetta er auðvitað einlægara en mikið
erfiðara. B. Powell telur réttara að
drengirnir fái smásaman viðurkenningu
fyrir því sem þeir kunna og leggi sig sér-
staklega eftir hverju atriði fyrir sig. Það
er því ákveðið, að Skátar þeir, er tekið-
hafa fyrnefnt próf og sem eru í félaginu
fái alt liljumerkið, séu þeir syntir. Merkið
kemur bráðum.
Hæstu einkunn við prófið, hafði Vigfús
L. Friðriksson, 71 stig (hæsta einkunn 72).
Prófdómendur voru N. W. Hansen fyrv.
foringi félagsins og konsúll O. Tulinius.
Sönn hetja.
Enskur Skáti Jack Cornwell að nafni
fallbyssudrengur á herskipinu »Chester«.
í orustunni við Jótland særðist hann til
ólífis þegar í byrjun orustunnar, en vék þó
eigi af verði fyr en orustunni lauk. Þessi
frammistaða hans vakti almenna aðdá-
un. Sir David Betty flotaforingi skriíár
um hann til flotastjórnarinnar í athuga-
semdum um orustuna: »Drengur að
nafni John Travers Cornwell særðist lil
ólífis í byrjun orustunnar, stóð þó eigi
að síður í hinni ábyrgðarmiklu stöðu
sinni, aleinn, því allir fallbyssuliðarnir
voru fallnir umhverfis hann. Þögull og
rólegur beið liann eftir skipunum yfir-
manna sinna, þar til orustunni lauk. Ald-
ur 15 ára. Eg harma dauða hans, en
veit að nafn lians verður skráð í sögu
enska flotans senr eins af trúföstustu og
hugrökkustu hetjuni hans.«
Einnigskrifaði kapteinninn á »Chester«
til móður hans um hina fáheyrðu hreysti
hans og trúmensku, og endar hann bréfið
á þessa leið: »Hann stóð í hinni ógur-
legu skothríð með hugdjarft hjarta og
trú og traust á guð.«
Fagurt eftirdæmi um trúlyndi og hug-
rekki fyrir aðra Skáta.