Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Blaðsíða 1
„vV'
/5í
Páskakveðja frá
'j 9 3893
K. F. U. M.
D
Sálu mina langaði til, já hún
þráði forgarða Drottins.
Um leið og K. F. U. M. i Reykjavik sendir
páskakveðju með bæn um gleðilega sigurhátíð
mörgum mannssálum
lil handa, þá finst oss
svo vel viðeigandi, að
með þeirri kveðju l'ylgi
mijnd af musteri Droll-
ins. Vjer vitum, að hinn
heilagi slaður er mörg-
um kær, og margirhafa
þar lærl að verða hand-
gengnir Guði. Það eru
margir, einnig meðal
hinna ungu, sem geta
sagt:
Húsið, sem kirkjur kalla
menn,
kært skal sem heimili
oss vera.
Kristileg Ijelög ungra
manna og kvenna eiga
að vera hjálparher i
þjónustu hinnar gömlu
og kæru kirkju.
Nú eru kristin æsku-
ljelög í öllum löndum,
kristileg stúdentafjelög
eru i lleslum háskóla-
bæjum heimsins ogfjöl-
mennar fylkingar ungra
manna af öllum stjett-
um hafa skipað sjer
undir krossmerki Krists.
Eilt af þvi, sem ein-
kennir hinn kristna
æskulýð er Irygð við
liina gömlu kirkju. Æskan kannasl við, að frá
hinu gamla húsi hefir arfur borist til hennar.
I musteri Guðs hafa kynslóðirnar, sem á undan
eru farnar, brosað af gleði á fagnaðarslundum,
og oft með tárum leitað til Drottins á viðkvæm-
um sorgarstundum. — Hinn kristni æskulýður
hefir veitt þvi eftirtekt, hvaðan blessunin er komin,
þess vegna hefir hann þann stað i heiðri, þar
sem menn hafa öðlast aukinn þrótt, er þeir hafa
hlustað á pilagrímsins gleðisöng.
En lítum á altaristöfluna, myndin sú sýnir oss
sigurhetjuna, sem æskan á að tigna og elska
mest af öllu.
Það er ekki nóg að
elska kirkjuna og hafa
hana i heiðri, vjerverð-
um einnig að vera
Kristsmenn og kross-
men/?,handgengnirvinir
liins himneska konungs
og yfirhirðis sálna vorra.
Vjer elskum hið andlega
hús, söfnuð Droltins,
vjer elslaim jorgarða
lians og gndislegan bú-
stað, en fgrst og fremsl
Drottinn sjálfan, vjer
vitum, að frá honum
kemur oss hin örugg-
asta hjálp.
En i musterinu hittum
vjer hann; það er því til-
hlökkun i sálu vorri, er
vjer hugsum um hátíð-
ina, sem fram undan er,
þá fáum vjer að eiga tal
við Drottinní húsi hans,
og þá biðjum vjer einn-
ig fyrir þeim, sem ekki
geta komiðþangað,biðj-
um um, að þar sem
þeir eru, þar verði einnig
helgidómur.
Nú koma sumar-
páskar. Guð gefi, að
sumardýrð verði í öll-
um muslerum Drottins á þessari heilögu hátið
og sumargleði í lijarta hvers manns.
Höldum páska með lifandi von, djörfung og
bjartri gleði. Bj. J.
Altari dómkirkjunnar.