Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Síða 6

Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Síða 6
6 ÞÁskaiíveðja frá k. f. u. M leitt í Ijós líf og ódauðleiki. Nú var hátíð lífsins runnin upp í sálum þeirra. Við byrjun ferðarinnar kendum vjer í brjósti um þessa ungu menn, sem voru svo daprir i bragði. Við lok bennar samgleðjumst vjer þeim af hjarta. Og þeirra fögnuður er einnig vor fögn- uður. Þeirra fagnaðarefni einnig vort og allra kristinna manna. Því að margir af oss þektu eitthvað iika til Emmausgöngunnar af eigin reynslu; vjer bjugg- um yfir harmi, en augu vor voru haldin, og vjer þektum ekki hinn ósýnilega vin, sem með oss var í förinni. En svo útlagði hann fyrir oss ritningarnar og lauk upp hugskoti voru og vjer þektum liann og eignuðumst hina eilífu páska- gleði og hjartað fyltist þakklæti og lofgjörð. Og nú blessum vjer páskasólina, sem enn á ný minnir oss á liinn dýrlega páskaatburð, grund- völl trúar vorrar og vonar. I’ví nú vitum vjer, að dauðinn er eigi hið síðasta, heldur lífið. Gröfin er eigi hið síðasta, heldur himininn. Og í Jesú nafni óskum vjer hver öðrum gleðilegra páska. Drottinn er upprisinn og orðin höfðingi lifsins. Dauðinn er uppsvelgdur i sigur. En af þessari heilögu frásögu sjáum vjer i fyrsta lagi, að Jesús er nálœgur vinum sínum, öllum þeim sem elska hann og þrá eins og hinir ungu menn á Emmausgöngunni. í*að verður ekki sagt að þeir hafi trúað á hann, eins og þá stóðu sakir. Trú þeirra hafði liðið skipbrot á föstudag- inn langa. En þeir elskuðu hann og þráðu, og þessvegna nálgaðist hann þá og sióst í för með þeim. — Ef trú þín hefir liðið skipbrot á skerj- um efans og augu þin eru haldin, og þú þekkir ekki hinn upprisna frelsara þinn, þá vittu samt, að hann er nálægur þjer og slæst í för með þjer, ef þú elskar hann og þráir, og saknar samfylgdar hans. Augu hans hvila á þjer og hann horfir inn í sál þína dapra í bragði. Og hann kennir í brjósti um þig. Því þetta er hið annað, sem vjer lærum af Emmasusfrásögunni, að Jesús aumk- ast yfir vini sina og tekur þátt í hrygð þeirra. Þó að mennirnir ekki þekki og skilji hrygðar- efni þilt nje taki þátt í því, og þú sjert einmana og dapur í bragði, þá þekkir Jesús það alt og skilur miklu betur en þú sjálfur, og kennir í brjósti um þig og samhryggist þjer, svo að þú ert ekki lengur einn um sorg þína, en Jesús ber hana með þjer, svo að þjer ljettir. Því að í þriðja lagi sjáum vjer af harmsögu hinna ungu manna, sem elskuðu og þráðu Jes- úm, að hann eyðir liarminum, breytir hrygð í gleði. Og þelta er hið mesta og besta sem hjart- að þráir. Ríkasla þráin í mannlegu hjarta er gleðiþráin. Allir leitum vjer gleði. En hvar finn- um vjer hina hreinu og sönnu, hina varanlegu gleði? Eg þori óhætt að fullyrða: hvergi nema hjá Jesú, hinum upprisna, lifandi frelsara. Hjá honum, og honum einum finnum vjer gleðina varanlega, friðinn, sem öllum skilningi er æðri. Segðu mjer, ungi maður, ef þú hefir annarsstaðar fundið þessar lífsins dýrustu hnossir: hinn sæla frið og hina varanlegu gleði. .Teg veit að þú hefir ekki fundið þær, ef þú annars átt þær, annar- staðar en hjá .Tesú. Annarstaðar hafa þær aldrei fengist. Og hvernig fór Jesús að eyða harminum i hjörtum Emmauslærisveinanna og veita hina sæl- ustu gleði? Hann gerir það með hinum sögulega vitnisburði, ritningarorðinu, sem hann útleggur og útskýrir fyrir þeim, svo að þeir skilja það, sannfærast og trúa. Með alveg nýjum skilningi líta þeir nú á hin fornhelgu spádómsorð. Og enn fer hann að á sama hátt. Yfir hið heil- aga, ritaða guðsorð bíblíunnar varpar hann nýju ljósi, svo að vjer skiljum það, hjartað brennur i oss og vjer sannfærumst og trúum og gleðjumst. Og svo fullkomnar hann gleðina, er vjer þekkj- um hann, og hann opinberar oss dýrð sína. Og þá vaknar hjá oss löngun til að verða boðberar hans, gera aðra hluttakandi i gleði vorri og svo samgleðjast þeim af hjarta. Þekkir þú, vinur, þessa löngun? Förum vjer nú eins að og Emmasuslærisveinarnir forðum, er þeir hurfu attur til að kunngera lærisveinun- um það, sem svo rnjög hafði glatt þeirra eigin hjörlu? Það eigum vjer að gera. Og það gerum vjer, er vjer óskum öðrum gleðilegra páska, svo framarlega sem hugur fylgir máli. J. I\

x

Páskakveðja frá K.F.U.M.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.