Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Blaðsíða 8

Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Blaðsíða 8
8 PÁSKAKVEÐJA. FRÁ K. F. U. M jólanna, þegar þau eru í nánd og þú syngur með gleði »í Betlehem er barn oss fætt« og »Heims um ból«. Sunnudagaskólabörnin geta sungið þá sálma og fjölda aðra sálma með svo hreinni, óflekkaðri gleði, að loftið titrar af fögnuðinum. Lífið, sem Jesús byrjaði að lifa fyrir þig, er hann fæddist á jólanótt, var á enda og sigurinn unninn, hjálpræðið fengið, er Jesús reis upp frá dauðum á páskadagsmorgun. IJá var fengið föð- urland á himnum fyrir alla syndara, þig og mig. Nú getur þú sungið með gleði: »Jeg gleðst af því jeg Guðs son á« og »Enginn þarf að óttastsiður«, o. s. frv., liina fögru sálma um kærleika Guðs og hjálpræði í Jesú Kristi og föðurlandið á himnum. En heíir þú, kæra harn, fengið nokkurn skiln- ing á páskagleðinni? Hefir hjarta þitt nokkurn tima bærst af fögnuði yfir þvi, að Jesús er upp- risinn frá dauðum, yfir þvi að frelsarinn þinn lifir? Heíirðu glaðst yfir þvi, að þú ált föðurland á himnum? Mætti páskasólin, er nú rennur upp að nýju, senda geisla sína inn i hjarla þilt og gera þig glaðan. Börnin í musterinu lofuðu Drottin, og síðan haía á öllum öldum börnin sungið lolsöngva, Jesú Kristi til dýrðar. Enn í ár hljómar dj'rðar- söngurinn af vörum og frá hjörtum fjölda barna. Hjer í Beykjavík eru mörg hundruð börn, sem koma saman í sunnudagaskóla á páskunum til að syngja sameiginlegan lofsöng til dýrðar hezta vininum, Jesú Kristi, sem dó á krossinum, en lifir nú á himnum. Kæra barn! ætlar þú að láta standa á þjer? Jesús hefir unun af að heyra loí- söng þinn. Jesús vill gera þig glaðan, og ham- ingjusaman. Hann sjálfur, konungur lifsins gefi oss öllum sanna páskagleði. Af barnanna munni þú bjóst pjer hrós og búið pjer lofgjörð hefur, pú Drottinn, er skaptir lif og Ijós og likn pína oss öllum gefur, pú græddir oss marga gleðirós og geislum oss björtum vefur. O skyldum vjer börnin pegja pá og pakka ekki dásemd slíka, hve blessar pú vel pín börnin smá og blómin á jörðu líka? Þvi skulum vjer Iirós og heiður Ijá um hjartað pitt elskuríka. Kn. Z. Fermingin. Jeg hcyrði einu sinni mann, er mjer þykir mjög vænt um, tala til hinna nýfermdu ungmenna á pessa leið: »Sjá, jeg sá dómkirkju, það var mjög liátt undir hvelf- ingu; og á kirkjugólfinu var til beggja liliða hópur i hvitum hátíðaklæðum; pað voru ekki beint lítil börn, en pað voru samt ekki fullorðnir menn. Nú sá jeg einhvern koma fram i kórdyrnar, hann var klæddur skínandi búningi og ásjóna hans var svo friðsæl og undursamlega fögur, vjer sáum allir að petta var Jesús. Og hann gekk fram eftir kirkjugólfinu, fram hjá ung- mennunum og horfði á sjerhvert þeirra með kærleika og alvöru; og sjerhverju þeirra var gelið tendrað ljós. Pá Ijet gamla orgelið til sín lieyra með miklum krafti> kirkjudyrnar opnuðust, og öll hvitklæddu ungmennin, með hin tendruðu Ijós, gengu nú hægt og hátiðlega út úr dómkirkjunni, og voru pau mjög alvarleg. En hvinandi og ýlandi vindar putu um sljcttuna miklu fyrir utan. Pá sá jeg, að nokkur ungmennin köstuðu þegar i stað Ijósinu frá sjer og putu hlæjandi út um sljettuna til pess að leika sjer og fara í kapphlaup við hvassviðrið. Og svo voru það aftur önnur, sem settust huglaus niður á jörðina og grjetu yfir hinum sloknuðu ljósum. En svo sá jeg cinnig, að nokkur þeirra gengu mjög gætilega og brugðu hendi fyrir ljósið og pað logaði á kertinu peirra, pegar þau komu heim«. Mjer pykir vænt um þessi orð, og mjer þykir vænl um pig, kæra fcrmingarbarn, þessvegna sendi jeg pjer pessi orð ásamt kveðju minnl og innilegri bæn uin blessunarríka fraintíð. í suinarbyrjun eru tendruð mörg ljós, jeg á við öll fermingarbörnin, sem ásamt ástvinum sínum nema staðar í helgidómi Drottins á heilögum stundum. Jeg sje tendrað ljós yfir hverju barni, og jeg hefi beðið pess á þessum updirbúningstíma, að hvert fermingarbarn vildi með pakklátri gleði taka á móti þvi ljósi, sem frelsarinn tendrar. En hvað svo? Freistingar reyna að slökkva Ijósið og peim hefir oft tekist pað. Pessvegna gráta nú margir, sem voru barnslega glaðir á fermingaraldri. En hvað ætlar pú að gera? Ilugsaðu um slorminn og liafðu nán- ar gælur á ljósinu þinu. Láttu hönd Drottins leiða þig og pá bregður hann liinni hendinni fyrir ljósið pitt. Pá parftu ekki að hræð- ast, pú liefir valið þjer hina rjettu samfylgd, pú ert á hinni rjetlu leið, pú ert á heimleið. Vertu trúr alt til dauða, pá öðlast pú kórónu lífsins. Blessun Guðs fylgi öllum fermingarbörnum. Bj. J. K. F. TJ. M. óskar pess og biður, að hið nýl»yrja.dit guinar flytji livcrju heimili sanna gleði og farsæld. Grleöileg’t sumar! Gutenberg — 1916. •íNMfHT

x

Páskakveðja frá K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskakveðja frá K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.