Páskakveðja frá K.F.U.M. - 01.01.1916, Page 7
PÁSKAIíVEÐJA FRÁ K. F. U. M.
7
Til barnanna.
Davið konungur orti niarga lofsöngva um
Drottinn, og i einum þeirra kemst hann svo að
orði: »Af munni barna og brjóstmylkinga hefir
þú gert þjer vigi, sakir tjandmanna þinna, til
þess að þagga niður i óvinum þinum og ijend-
um«. Hann þekti börnin, hinn mikli konungur
ísraelsmanna, og hann vissi, að lofsöngur af
munni barna getur yfirgnæft jafnvel hæstu her-
söngva Ijandmanna Drottins og þaggað niður í
þeim, sem setja sig upp á móti Guði. Hann vissi
það, að barn, sem elskar Guð sinn og frelsara,
er betri liðsmaður i fylkingum Drottins en marg-
ur fullorðinn maður. Lofsöngur barna stigur til
himna og heyrist frammi fyrir hásæti Guðs.
Þegar Jesús lifði hjer á jörðu er sagt frá þvi,
að eilt sinn komu menn með börn til hans, en
lærisveinar Jesú höfðu ekki skilið afstöðu lians
til barnanna. Þeim virtist ekki, að börnin ættu
neilt erindi lil Jesú og reyndu að bægja þeim
frá. En Jesús vildi einmitt, að börnin kæmu til
sin og sagði við lærisveinana: »Leyfið börnun-
um að koma lil mín, og bannið þeim það ekki, því
að slíkra er himnaríki«. — Lærisveinarnir fengu
að heyra og sjá, að Jesús elskar börnin og vill,
að þau komi til sin, þvi að hann tók þau sjer
i fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.
Jesús hafði unun af þvi, að börnin komu til
hans, og hann vildi gjarnan heyra lofsöng þeirra.
það var fagur sólskinsdagur. Jesús var á ferð
til Jerúsalem. Hann kom til borgarinnar, riðandi
á asna. Fólkið skundaði út úr bænum, er það
frjetti um komu hans, og gleðin náði hámarki
sinu hjá Iærisveinum hans og vinum. Það var
pálmasunnudagur og lofsöngurinn steig upp til
himna frá brjóstum og vörum lærisveina Jesú
og vina. Allur bærinn komst í uppnám og nafn
Jesú var á allra vörum. — Jesús gekk inn i
musterið, í helgidóm Guðs. Hann læknaði halta
og blinda og húsið fyltist af hinum mörgu, sem
vildu sjá Jesúm og heyra lil hans. Ekki har minst
á börnunum. Þau hættu að leika sjer og ílyklust
saman i musterinu. IJau þyrptust i kringum
Jesúm, sungu lofsöng og hrópuðu: »Hósanna,
Daviðs syni«.
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir, sem voru
ekki vinir Jesú, urðu reiðir, er þeir heyrðu lof-
söng banianna, og vildu fá Jesúm til að skipa
þeim að þegja; en Jesús varð ekki reiður. Nei,
hann gladdist innílega yfir hinum glaða barna-
söng og minti prestana á orð Davíðs, þau sem
jeg gat um áðan: »Af munni barna og brjóst-
mylkinga hefir þú tilbúið þjer lof«. Börnin hjeldu
áfram að lofa Guð og lofsöngurinn barst upp
til himna.
Guðs orð er eilífur sannleikur. IJað sem átti
við um hörnin á dögum Daviðs, það átti og við
á dögum Jesú Iírists og það á við enn í dag.
Um allar aldir hafa börnin sungið Drotni lof-
söngva, og enn í dag er það svo, að öll börn,
sem elska frelsara sinn, syngja Guði lof fyrir
Jesúm Ivrist. Lofsöngurinn ómar frá öllum álf-
um heims, og börn allra þjóða taka undir með
börnum fyrri kynslóða: »Hósanna, syni Davíðs«.
En Jesús stendur með opinn faðminn og tekur
i fang sjer hvert barn, er kemur til hans, strýkur
um höfuð þess og blessar það.
Enn er kominn pálmasunnudagur, miklu
dýrlegri en fyrrum, er Jesús reið inn i Jerú-
salemsborg, þvi að nú er Jesús upp risinn frá
dauðum og situr við hægri hönd Guðs föður á
himnum. Jesús dó á krossinum vegna synda
vorra og allra barna og fullorðinna, en hann
reis upp aftur og er orðinn frelsari vor.
Börnin í Jerúsalem þektu ekki Jesúm þannig.
IJó glöddusl þau og sungu lofsöng. Hversu miklu
meiri ástæður hafið þið nú ekki, börn, til að
syngja og vera glöð.
Þegar sumarið kemur, túnin verða græn og
blómin litlu skarta; þegar himininn er heiður
og blár og sólin skín á fjöll og haf, þykir þjer
þá ekki gaman að syngja: »Ó, fögur er vor
fósturjörð«, eða »Yorið er komið og grundirnar
gróa«. Getur þá ekki hjarlað i þjer hoppað af
kæli og ást til landsins, sem Guð gaf þjer fyrir
föðurland, er þú heflr yfir kvæðin, sem þú lærðir
i skólanum t. d. »Skín yfir landið sól á sumar-
vegi«, eða »Þú stóðst á tindi Heklu hám« og
mörg fleiri. Jeg veit að þú þekkir þessa hreinu,
fögru gleði og það er vel farið. Þakkaðu Guði
fyrir hana.
En hvað hugsar þú þá um páskadagsmorgun-
inn, er Jesús reis upp frá dauðum. Það var
sunnudagur. Hvílik gleði! Hinn krossfesti Jesús
lifir og er frelsari þinn og minn. Þetta er hin
dýrmætasta gjöf, sem Guð hefir gefið mönnum,
en gleðst þú nokkuð yfir henni? Þú hlakkar til