Þjóðmál - 01.07.1972, Page 14

Þjóðmál - 01.07.1972, Page 14
14 Þ J Ó Ð M Á L JUL ,Qi2 . . . Það verður að teljast meðal furðuverka 20. aldarinnar, að enn skulum við ekki hafa fengið hentugt og hraðskreytt skip ta að annast daglega farþega-, vöxu- og bílaflutninga milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. . . Valdið, tækin og baráttan Framhald af 2. síðu. togara fyrir 6 milljarða króna næstu 4 árin og þegar samið um og ráðstafað 39. Það er ekki eytt að því orði, að erfitt kunni að verða að manna öll þessi skip. Það er gott að fá ný og góð skip, en sumir eru svo gamal- dags í hugsunarhætti, og ég er meðal þeirra, að áltka að hægari og ég vil segja eðlileg árleg aukning væri betri. En við skul- um æda, að þessi lítt undirbúna sókn heppnist vel. Sitthvað skyldi þó hafa í huga. í veiðimannaþjóðfélagi okkar hefur allt kapp verið lagt á magnið, meiri aflaföng, en Iít- illar fyrirhyggju gætt um gæðin. Þetta er þó að breytast, en betur má ef duga skal. Rányrkja á landi og hafi verður að hætta. Vísindalegt eftirlit með fiskstofn- unum verður að vera virkt. Mengun á sjó og landi eykst, þó enn séum við skár settir en margir aðrir, en hversu lengi? Hér er fátt eitt talið, en að mörgu að hyggja. Mikilvægt frumkvæði íslendinga Framhalcf~áf 5. síðu. 12 mílna fiskveiðilögsögu því verði að gefa upp einhliða út- færslurétt sinn og eiga þeir þó allra þjóða mest í húfi. En þrátt fyrir það að við stöndum dyggilega vörð um ein- hliða útfærslurétt olckar hljót- um við engu að síður að taka ríkan þátt í því starfi sem miðar að því að koma á alþjóðalögum um hafið og nýtingu auðæfa þess. Okkur er það mikilvægt að í þeim Iögum verði tekið fullt tillit til hagsmuna ríkja eins og okkar, og því verðum við að hafa okkur allmjög í frammi við þá lagasmíð. Nú er verið að undirbúa ráðstefnu um þessi mál, sem halda á sumarið 1973 til að reyna að ná samkomulagi um alþjóðalög. Hafa verið haldn- ir nokkrir fundir til undirbún- ings þeirri ráðstefnu og stendur nú einn slíkur fyrir dyrum í Genf. Enn ríkir mtkill ágrein- ingur um þessi mál, ekki sízt um víðáttu fiskveiðilögsögu og er mjög óvíst hvort takast muni að ná samkomulagi á ráðstefn- unni 1973. Hins vegar er það greinilegt, að þeirri skoðun vex ört fylgi, sem viðurkennir ríkan rétt strandríkja til nýtingar og verndar fiskistofna út af strönd- um þeirra. Ég hygg, að framlag íslendinga í þessum málum eigi ekki lítinn þátt í þessari skoð- anamyndun. Ymsir hafa gagn- rýnt okkur fyrir að lýsa yfir ein- hliða útfærslu svo skömmu áður en alþjóðleg ráðstefna er haldin til að reyna að setja reglur um þessi mál. Að mínu mati var þetta hins vegar mjög hyggileg ráðstöfun. Hún hefur án efa stuðlað mjög að því, að fjöldi ríkja, sem . áður voru í óvissu um hváð gera skyldi, gera sér nú enn Ijósari grein fyrir því, að lögbinding 12 mílna reglunnar nú yrði frá upphafi dauður bók- stafur, sem útilokað yrði að framfylgja. Ég held, að það sé ekki ofmælt að nú sé þessi hug- mynd um 12 mílur, sem stór- veldi Vestur- og Austur-Evrópu bera einkum fyrir brjósti, með öllu dauðadæmd. Er það áreið- anlega ekki sízt að þakka á- kveðnum yfirlýsingum okkar um enn frekari útfærslu. Það er heldur ekki fjarstæða að telja, að allt frá setningu landgrunns- laganna 1948 hafi íslendingar átt stóran þátt í mótun alþjóða- réttar á sviði landhelgismála. Hagsmunir þeirra krefjast þess, að þeir verði þar enn í farar- broddi unz marki landgrunns- Iaganna er náð að fullu. Haraldmr Henrysson Vestmannaeyjar tengist fastalandinu daglegum ferðum Framhald af bls. 11. hljótum því að ætlast til að full- trúar okkar á Alþingi krefjist þess sjálfsagða réttar af fullri einurð í stað þess að knékrjúpa við fótskör valdsins eins og bein- ingamenn og þiggja bljúgum og þakklátum huga þær Ieifar, sem í þá kann að vera fleygt, þegar aðrir eru staðnir upp frá borði með mettan kvið. Höfum við öllu Iengur skap til að sitja uppi með slíkar rolur, sem fulltrúa okkar í sölum Alþingis? Það verður varla sagt, að ástandið í samgöngumálum Eyjanna beri vott um, að fulkrúum þeirra sé ljós þessi skýlausa réttarkrafa, eða sýni manndóm þeirra og reisn. Það verður að teljast meðal furðuverka 20. aldarinnar, að enn skulurn við ekki hafa fengið hentugt og hraðskreytt skip til að annast daglega farþega-, vöru- og bílaflutninga milli Vestmanna, eyja og Þorlákshafnar. Hér er ekki um að ræða neina góðgerð- arstarfsemi fyrir okkur Vest- mannaeyinga. Hér er einimgis um að ræða almennt réttinda- mál fyrir íbúa þróttmikils byggðarlags, þar sem samgöngu- aðstaða er slík að til verulegs óhagræðis er í atvinnu-, efna- hags- og menningarmálum. Þetta er því ekki einungis hagsmuna- mál okkar Vestmannaeyinga. Það er hagsmunamál alþjóðar að Vescmannaeyingum sé sköpuð sem bezt aðstaða til þeirrar sjó- sóknar, sem er þjóðarbúinu svo mikilvæg, en ekki sett skör lægra en aðrir þegnar þjóðfélagsins." Þjóðmál rnunu halda áfram bar- áttu fyrir þessu réttlætismáli, sem Eyjamenn eru staðráðnir í að leiða til sigurs með illu eða góðu. Samtök frjálslyndra og vinstri manna SFV SFV SFV SFV SFV SFV SFV SFV Ég undirrit........óska eftir að gerast félagi í Samtökum frjáMyndra og vinstri manna. (Þeir sem eru á aldrinum 16 til 19 ára tilgreini aldur.) f r«>>I*>>7*=*-*>>T-T*7«7*I*i*I*I*I*T*>í-X*r->>>>I*7*T*7*7«7.7*T*T*} r*T*T*T*»T*T*>T-'- • • • • • (beimilisfang) (bœr, sýsla) Umsóknin sendist til viðkomandi SFV-félags þar sem þau eru starf- endi, eða til framkvæmdastjóra SFV, Halldórs S. Magnússonar, Póst- h<Mf 1141, Reykjavík. Gerizt félagar í Samtökunum Árið um kring halöa sitranderðaskip vor uppd sigling'um kringum land með fólik og vaming, og tengja oft nálaagar og fjarlægar byggð- ir á þýðingarmikinn hátt. Lyftibúnaður skipanna er fyr- ir allt að 20 tonna þunga til stuðnings tækniþróun og vél- væðingu. Skipin hafla frysfirúm til ffiutnings matvæla fyrir inn- lendan og erlendan markað c»g vegnra beitu fyrir sriávar- útveginn. Stefnt er að arjikinni védvœð- inigru til þeiss að gera upp- og útskipun fljótleigri og ódýr- ari, en árangur á þvi svdði byggist, mjöig á samvinnu við vörusendingar, sem þurfa siem flestir að afgreiða frá sér vörueiningar, t.d. á pöll- um, sam hemta vólvæðing- unni, og óskiasit góð sam- vinna um þetita. Skipaútgerð rikisins. _______________________________I Greióasta 1 leióin er í lofti Flugfélagið tengir alla landshluta með tíðum- áætlunarferðum fyrir farþega og vörur. Það er f Ijótt, þægilegt og ódýrt að ferðast með hinum vinsælu Fokker Friendship skrúfuþotum félagsins innanlands. 35 ára reynsla Flugfélagsins og landsmanna sýnir, að greiðar samgöngur í lofti eru þióðarnauðsyn. Tilkynning um innheimtu afnota- gjalda til Ríkis- útvarpsins Með tilvísun til laga 49/1951 sbr. 18. gr. útvarpslaga nr. 19 frá 5. apríl 1971, er hér með skorað á alla, sem skulda afnotagjöld til RíkisutVarpsins, að greiða gjöld þessi þegar í stað. Þeir sem vanrækja að gera full skil, mega yænta þess, að viðkomandi sjónvarpstæki verði seld á nauðungaruppboði til lúkning- ar greiðslu skuldanna án undangengins lög- taks og frekarí innheimtuaðgerðum, ef þörf krefur án frekari aðvörunar. RÍKISÚTVARPIÐ

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.