Ný þjóðmál - 14.06.1974, Page 8
8
NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN
1975.
Stjórn Norræna menningarsjóðsins gerir ráð fyrir að hafa
samtals 5.500.000 danskar krónur tii umráða og úthlutunar
á árinu 1975.
Sækja má um styrk úr sjóðnum til norrænna samstarfs-
verkefna á sviöi visinda, kennslumála, alþýðumenntunar,
bókmennta, tónlistar, kvikmyndagerðar, myndlistar,
leiklistar og annarra listgreina ásamt til menningarlegrar
kynningar- og fræðslustarfsemi. Þá má einnig sækja um
styrk til upplýsingastarfsemi um norrænt menningarsam-
starf og um menningarlif á Norðurlöndum, hvort heldur
sú starfsemi fari fram á Norðurlöndum eða utan þeirra.
Veita má styrk ur sjóðnum til norrænna verkefna sem
samkvæmt áætlunargerð lýkur á ákveðnum og tiltölulega
stuttum tima. Einnig má veita styrk til norrænna verk-
efna sem samkvæmt eðli sinu eru varanleg og lýkur ekki i
eitt skipti fyrir öll. Yfirleitt er þó styrkur til slikra verk-
efna einungis veittur fyrir ákveðið undirbúnings- eða
reynslutimabil, sem stjórn sjóðsins sjálf afmarkar. bó er
yfirleitt þvi aöeins veittur styrkur úr sjóðnum að verkefn-
in sem styrkt eru, snerti að minnsta kosti þrjú Norður-
lönd. Þeir umsækjendur sem sækja vilja um styrk til að
skiptastá hljómleikahaldi, er bent á hina sérstöku auglýs-
ingu i þeim tilgangi frá NOMUS.
Ekki er veittur styrkur úr sjóðnum til einstaklingsfram-
kvæmda, til dæmis til námsstyrkjá og þess háttar. Sé sótt
um styrk til visindaverkefna, er þess venjulega krafist að
verkefnin séu unnin i raunverulegri samvinnu milli vis-
indamanna frá Norðurlöndunum, smb. tilgangsgrein i
lögum Norræna menningarsjóðsins. Það er venjulega ekki
mögulegt að veita styrk til framkvæmda sem þegar eru
hafnar og eitthvað á veg komnar.
Þó má gera undantekningar frá þessari reglu ef um er að
ræða framkvæmdir sem byrjað hefur veriö á i reynslu-
skyni. Þaö er hrein undantekning aö veittur sé styrkur til
að rétta viö fjárhagslegan halla á framkvæmdum sem er
lokið.
Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar Norræna
menningarsjóðsins. Umsækjandi fyllir út sérstakt um-
sóknareyðublað, sem fæst hjá Nordisk Kulturfond, Sekre-
terariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10,
DK-1205 Köbenhavn K, og hjá Menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik.
Umsóknarfrestur fyrir fyrra helming ársins 1975 rennur
út 15. ágúst 1974. Afgreiðslu umsókna sem boristhafa fyrir
þennan mánaðardag, mun samkvæmt áætlun vera lokið
um það bil 15. desember 1974.
I desember 1974 veröur á nýjan leik, og þá fyrir árið 1975,
auglýst um veitingu styrkja úr sjóðnum. Frestur til að
sækja um styrki fyrir fyrri helming ársins 1975 rennur út
15. febrúar 1974.
Stjórn Norræna menningarsjóðsins.
Tilkynning
frá landskjörstjórn um listabókstafi
í kjördœmum
- Samkvæmt tilkynningum yfirkjör-
stjórna verða þessir listar i kjöri i öllum
kjördæmum landsins við alþingis-
kosningarnar 30. júni n.k.:
A. — Listi Alþýðuflokksins.
B. — Listi Framsóknarflokksins.
D. — Listi Sjálfstæðisflokksins.
F. — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna.
G. — Listi Alþýðubandalagsins.
I þremur kjördæmum verða auk þess
eftirfarandi listar i kjöri. Listar Lýðræðis-
flokkanna fá listabókstafi samkvæmt úr-
skurði landskjörstjórnar:
í Reykjavfkurkjördæmi:
K. — Listi Kommúnistasamtakanna —
marxistanna, leninistanna.
N. — Listi Lýðræðisflokksins i Reykjavik.
R. — Listi Fylkingarinnar — baráttu-
samtaka sósialista
í Reykjaneskjördæmi:
P. — Listi Lýðræðisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi.
R. — Listi Fylkingarinnar — baráttusam-
taka sósialista.
í Norðurlandskjördæmi eystra:
M. — Listi Lýðræðisflokksins i Norður-
landskjördæmi eystra. -
Landskjörstjórn
Nt PJÖÐMÁL
Happdrœ
SFV
ti
— gerið skil
sem fyrst
1
Munið að gera skil sem
fyrst í SFV-happdrætt-
inu. Hafið samband við
skrifstofuna að Ingólfs-
stræti 18/ sími 27075.
Launaj af nréttið
Framhald af 3. siðu.
Nefndin fór þess á leit við ASÍ,
að sambandið sendi öllum
verkakvennafélögum og verka-
lýðsfélögum, sem höfðu konur
innan sinna vébanda, þéssa
álitsgerð. Og i þeim
samningum, sem þá fóru i hönd,
var kvennakaupið 90% af kaupi
karla og stóðu félagar okkar,
karlmennirnir, drengilega með
okkur i þeirri baráttu.
Nokkru eftir kvennaráð-
stefnuna 1960 báru verka-
kvennafélögin á Siglufirði fram
kröfuna um karlmannskaup við
alla vinnu við sild. Þessa kröfu
fengu félögin fram, og var karl-
mannskaup greitt fyrir sildar-
vinnu á Norðurlandi.
En eftir að lögin um launa-
jöfnuð kvenna og karla gengu i
gildi 1961, þá fannst mér, að það
karlmannakaup, sem kvenna-
kaupið var miðað við, hækkaði
minnst. Það var i flestum til
fellum miðað við timakaup,
enda vikukaup ekki komið i
samninga hjá almennu
félögunum, og gengið út frá 2.
taxta Dagsbrúnar, og við það
kaup miðað allan timann. Þá
gerðist það, að þessir hópar
karla voru ekki færðir upp t.d. i
fiskiðnaði, en hafnarverkamenn
og aðrir hópar verkamanna,
voru oft færðir til. Atvinnurek-
endur hagræddu flokkakerfinu á
þessum tima þannig, að þegar
upp var staðið 1967, þá var búið
að flokka atvinnugreinarnar i
launaflokka, og nú þegar launa-
jöfnuði á að hafa verið náð, þá
er auglýst eftir stúlku eða konu i
þessi og hin lægst launuðu
störfin, en eftir karlmanni i
hærra launuðu störfin. Þetta er
það launajafnrétti, sem við
konur búum við i dag.
En nú þurfum við að standa
saman, bæði konur og karlar, og
knyja fram raunverulegt launa-
jafnrétti. Og það getum við
aðeins með þvi að koma i veg
fyrir, að „viðreisnarstjórn”
setjist að völdum hér á landi
eftir kosningarnar 30. júni. Það
getur F-listinn einn tryggt. Þvi
kjósum við F-listann 30. júni.
Listi SFV,
Möðruvalla-
hreyfingarinnar
og Samtaka
jafnaðar-
manna
er F-listinn
Augiýsing
um skoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi Kópavogs
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aöal-
skoðun bifreiða, sem hófst mánudaginn 13. mai 1974, verð-
ur framhaldið I júnimánuði og júlimánuöi og verða þá
skoöaöar eftirgreindar bifreiðir:
Mánudagur 10. júnl Y-1401 — 1500
Þriðjudagur 11. júnl Y-1501 —1600
Miðvikudagur 12. júnl Y-1601 —1700
Fimmtudagur 13. júnl Y-1701 —1800
Þriöjudagur 18. júnl Y-1801 —1900
Miðvikudagur 19. júnl Y-1901 — 2000
Fimmtudagur 20. júnl Y-2001 — 2100
Mánudagur 24. júnl Y-2101 — 2200
Þriðjudagur 25. júnl Y-2201 — 2300
Miðvikudagur 26. júnl Y-2301 — 2400
Fimmtudagur 27. júnl Y-2401 — 2500
Mánudagur l.júll Y-2501—2600
Þriðjudagur 2. júll Y-2601 — 2700
Miðvikudagur 3. júll Y-2701 — 2800
Fimmtudagur 4. júll Y-2801 — 2900
Mánudagur 8. júli Y-2901 — 3000
Þriðjudagur 9. júll Y-3001 —3100
Miðvikudagur 10. júli Y-3101 — 3200
Fimmtudagur ll.júll Y-3201 — 3300
Mánudagur 15. júll Y-3301 — 3400
Þriðjudagur 16. júli Y-3401 —3500
Miðvikudagur 17. júli Y-3501 — 3600
Fimmtudagur 18. júli Y-3601 —3700
Mánudagur 22. júll Y-3701 —3800
Þriðjudagur 23. júll Y-3801 — 3900
Miðvikudagur 24. júll Y-3901 — 4000
Fimmtudagur 25. júll Y-4001 —4100
Mánudagur 29. júli Y-4101 — 4200
Þriðjudagur 30. júli Y-4201 — 4300
Miövikudagur 31. júll Y-4301 —4400
Bifreiðaeigendu.n ber að koma meö bifreiöir slnar að
Áhaldahúsi Kópavogs við Kársnesbraut og verður skoðun
framkvæmd þar mánudag — fimmtudaga kl. 18.45-12 og
13-16.30. Ekki verður skoðað á föstudögum. Við skoðun
skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskir-
teini. Sýna ber skilriki fyrir þvl^að bifreiðaskattur og vá-
tryggingaiðgjöld ökumanna fyrir árið 1974 séu greidd, og
lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreiða sé I gildi. Hafi
gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram-
kvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoöunar á rétt-
um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin
úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öll-
um, sem nlut eiga að máli. Skoöun bifreiða með hærri
skráningarnúmerum verður auglýst siðar.
Bæjarfógetinn I Kópavogi
Sigurgeir Jónsson.
Flugvallarstjóri Vestmannaeyjum
Flugmálastjórn óskar eftir að ráða flug-
vallarstjóra i Vestmannaeyjum sem fyrst.
Kjör samkvæmt samningum BSRB.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa flug-
málastjóra Reykjavíkurflugvelli,simi (91)
17430.
Umsóknir sendist til undirritaðs fyrir
22/6.
Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i jarðvegsskiptingu og
lóðarfrágang við hús öryrkjabandalags
íslands Hátúni 10.
Ctboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Oðinstorgi
Oðinsgötu 7 gegn 2000.00 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð 19. júni n.k.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að leggja dreifikerfi i Ar-
túnshöfða, 2. áfanga, og Blesugróf fyrir
Hitaveitu Reykjavikur.
útboðsgögn verða opnuð á skrifstofu
vorri, gegn 5.000.- króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 20. júni 1974, kl. 14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegí 3 — Sími 25800