Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 4
12 LJÖS OG SANNLEIKUR EINS OG DAGAR LOTS OG NÓA. (Les Lúk. 17, 26—33.) Degar Frelsarinn lýsir því, hvernig aldarhátturinn muni vera, pegar hann kemur aft- ur, segir hann, að ástandið meðal mannanna muni vera eins og pað var á dögum Lots og Nóa. Og þannig er pað einmitt nú á vorum tímum. Nú eins og pá lifa menn Íífi sinu f nautnum, eta og drekka, ferðast og svalla, dansa og skemta sér og láta eftir fýsnum sínum á allan hátt. Mikið var siðleysið pá, og sama er að segja nú; og eins og allar hugsanir mannanna, á peim tíma, snér- ust um petta veraldlega, kaup, sölu byggingar o. s. frv., pannig er pað og nú; menn gefa sér ekki tíma til að hugsa um pað, sem heyrir Guðs riki til. „Minnist konu Lots!“ SPÁR PÁLS UM SÍÐUSTU DAGA. (Les 2. Tím. 3, 1—5. 13.) Svo ömurleg sem pessi mynd er, sem hér er dregin upp, pá er hún pó rétt lýs- ing á hinu andlega ástandi vorra tíma: Mennirnir eru „fégjarnir" (óheiðarlegt gróðabrall, svik, falsanir); „and- varalausir", (lit á nútíma-bókmentirnar, ástarsögurnar, myndirnar, tizkuna og margt fleira); „elskandi munaðar- lífið“, (vaxandi lauslæti og hjónaskilnaðir, „frjálsar ástir“, „reynzlu-hjónabönd", alveg ný skoðun á siðferðinu, sjón- leikunum, kvikmyndasýningunum og öðrum skemtunum o. s. frv.) Drátt fyrir alt petta hefur kristnin pó á sér „yfirskin guðhræðslunnar"; menn reisa fagrar kirkjur og gefa mikið fé til hjálpar bágstöddum; menn treysta á barnalærdóm sinn og barnaskírn sér til sáluhjálpar; hálfvelgja er auðkenni jafnvel á alvarlega hugsandi krist- indóms-játendum (Op. 3, 14 — 22); falskenningar ryðja sér meir og meir til rúms (1. Tím. 4, 1), en hinn sanna kraft vantar, hið sanna og innilega trúarlíf er horfið. Vér erum komnir að „hinum siðustu dögum“!

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.