Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleikur 73 sem á lionum sat hafði boga, og honum var fengin kóróna, og hann fór út sigrandi og til þess að sigra“. Op. 6, 2. Hversu vel við eigandi lýsing á fvrstu tim- um kristninnar! Söfnuði, sem gengur fram „sigr- andi og til þess að sigra“; því að fagnaðarerindið var kunngert hreint og ómengað — þess vegna er líka hesturinn, sem reiðmaðurinn situr á, livítur. Hvíti liturinn merkir, eins og kunnugt er, hrein- leilca, að það, sem um er að ræða, sé laust við synd og saurgun. Gagnstæður þessu er rauði liturinn, sem í Biblíunni táknar synd og' ólireinleika (sjá Jes. 1, 18). Á dögum postulanna — i næstum 100 ár var villu og synd ekki leyft að smeygja sér inn i kirkjuna; því að vitnisburður þjóna Drottins liljóm- aði með miklum krafti til ögunar, áminningar og uppfræðslu, og fagnaðarerindið barst áfram frá landi til lands með undraverðum krafti. 2. lnnsiglið. Útlitið er öðruvísi, þegar öðru innsigl- inu er lokið upp. Þá „út gekk annar hestur, rauð- ur, og þeim sem á honum sat, honum var gefið vald til að taka burt friðinn af jörðunni, svo að menn brytjuðu hverjir aðra niður, og lionum var fengið sverð mikið“. Op. 6, 3, 4. Rauði liturinn lilýtur að tákna það, að synd, hættulegar kenningar og heims- elska smeygir sér inn í kirkjuna á þessu timabili. Og þannig var einnig ástandið á annarri og þriðju öld. Ýmis konar heiðnar skoðanir og „rangsnúnir lærdómar“ (Post. 20, 29. 30) ryðja sér smátt og smátt til rúms í söfnuðinum, hreinleikurinn hverf- ur, ófriður og siindurlyndi kemur i staðinn; því að

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.