Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 8

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 8
76 Ljós og Sannleikur ekki voru allir fúsir að fylgja þeim mönnum, sem kenndu hina rangsnúnu lærdóma, og þær óeirðir, sem urðu út af þessu, leiddu jafnvel stundum til blóðsúthellinga. 3. Innsigli. Telja má að hið annað tímabil nái til daga Konstantínusar (ársins 323), þá er þriðja inn- siglið opnað, og í þetta sinn sér Jóhannes svartan hest, sá, sem á honum situr, hefur vog í hendi sér, á liana vegur hann korn um leið og hann lýsir því yfir, að fæðan sé mjög dýr í þá daga. Hér er á vel til fall- inn liátt lýst tímabilinu frá 323 til 538, þegar vill- an verður æ meiri og hættulegri, myrkrið svartara og svartara, ríki og kirkja sameinast, kirkjan verð- ur veraldleg kirkja, í hverri hið sanna Guðs orð — hin rétta fæða fyrir Guðs börn — verður mjög dýrt og sjaldgæft, samtímis því að villukenningum heiðinna lieimspekinga er meiri og meiri gaumur gefinn. Kenningin um ódauðleika sálarinnar og sunnudagslielgihald ryður sér lil rúms á þessum tíma. 4. Innsigli. Enn ægilegri verður þó sýnin, þegar fjórða innsiglinu er lokið upp. Þá kemur fram á sjónarsviðið „hleikur hestur; og sá er á honum sat, hann hét Dauði, og Hel var í för með honum“. Op. 6, 7. 8. Bleiki liturinn er litur dauðans, og það voru einnig tímar dauðans þær aldir miðaldanna, þegar páfavaldið æddi fram með ofsóknum gegn hinum svokölluðu villutrúarmönnum. Miljónum manna var slátrað á hinu stóra altari páfakirkjunn- ar, og ægilegt ranglæti var framið. Þarna fór í sann-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.