Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1936, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1936, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 117 gera sérstaka daga í vikunni, t. d. fimmtudaginn, föstudag- inn og sunnudaginn aÖ svokölluðum „minningardögum“, er mjnn skyldu sérstaklega minnast siðustu viðburða í lífi Frelsarans. „Við fimmtudaginn festist aðallega minningin um ráð Gyðinganna að þvi er snertir hándtöku Krists; föstu- dagurinn var lielgaður minningunni um dauða Krists“. Á sunnudeginum minntust menn með gleði upprisu Frelsar- ans frá dauðum. (Sjá Heggtveits Kirkehistorie bls. 177). Þó að menn söfnuðust oft saman til guðsþjónustu, bæna og föslu, var þó enginn i fyrstu að hugsa um að gera nokk- urn þessara daga að hvildardegi eða helgidegi í stað hvild- ardagsins (hins sjöunda dags). Hann lijeldu menn auðvit- að framvegis sem hinn eina hvíldardag stofnsettan af Guði En þessir minningardagar, af þeim varð sunnudagurinn brátt fremstur, greiddu fyrir þeirri breytingu á hvíldar- deginum, sem síðar var gerð. Guð hafði aldrei fyrirskipað |)essa „minningardaga“, ekki voru heldur hinar árlegu liá- tíðir, páskar, hvítasunna, jól o. fl. fyrirskipaðar af Guði, heldur fengu menn þær lögleiddar nokkrum öldum eftir Krists burð. Þessar hátíðir voru aðeins mannaskipanir, s*m engan stuðning áttu í Heilagri ritningu; en þær höfðu þýð- ingu fyrir sunnudaginn, þar sem aðalhátíðarnar smámsam- an færðusl yfir á þann dag, sem með því fékk meiri helgiblæ. Kristindónmr ag sóidýrkun. Eftir því sem kristindómur- inn ruddi sér meira til rúms meðal heiðinna þjóða og kom ])vi til leiðar, að trúskifti urðu í öllum löndum, varð freist- ingin ávalt meiri og meiri til að gera sunnudaginn að sér- stökum hátíðisdegi, þvi að flestir meðal þessara heiðnu þjóða voru sóldýrkendur, sem aðallega helguðu sínum Guði sunnudaginn — sólardaginn. Til þess að eiga hægara

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.