Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 6
154 Ljós og Sannleikur opinberast, þá munuð þér ásanit honuni opinberast í dýrð“. Kól. 3, 4. Sjá Hebr. 11, 10. 13—16. 39. 40. Hvaðan er m'i kenning komin, að maðurinn bafi ódauðlega sál, fyrst það er ekki frá Biblíunni, sem vér höfum fengið hana? Því er ekki hægt að svara með fáum orðum: Þetta er gömul heiðin kenning, sem hefur smeygt sér inn í kirkjuna á tima fráfallsins. IJklega væri vel til fallið að gera bér stutta grein fyrir uppruna ódauðleiknkenningarinnar og þróun hennar. Flestar þjóðir fornaldarinnar trúðu því að vísu, að til væri líf eftir þetta líf, en ekki að maðurinn hefði ódauðlega sál. Þessi kenning hefur, þrátt fyrir megna mót- stiiðu, náð slíkri fótfestu, sem hún hefur nú meðal margra þjóðflokka. Egyptar hafa sennilega verið þeir fyrstu, sem útbreiddu þá skoðun, að sálin væri sjálfstæður, ódauðlegur h'.uti af manninum. Þctta,að Egyptar snnirðu hk framliðinna manna, sýnir, að þeir trúðu j)ví, að likaminn yrði aftur bústaður sál- arinnar. Sálir hinna framiiðnu hugsuðu þeir sér sem skugga, er söfnuðust til undirheima. Eftir j)ví sem timar liðu, breytt- ist þessi hugmynd talsvert. Menn fóru að liugsa sér þann möguleika, að sálin gæti komið aftur til jarðarinnar og dval- ið meðal hinna lifandi. Þegar þá dreymdi að þeir sæju liina lifandi standa frammi fyrir sér, styrktust þeir i trúnni, og smám saman kom upp kenningin urti sálnaflakkið, sem finnst í trúarbrögðum margra þjóðflokka. Egyptaland var, eins og kunnugt er, menningar-miðstöð fornaldarinnar, og þaðan barst kcnningin lil Grikklands með heimspekingum, sem þangað ferðuðust. Phytagoras ferðaðisl um Egyptaland á sjöttu öld f. Kr. og kom aftur heim með ódauðleika kenninguna og innleiddi hana i skóla sinum.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.