Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 2
158 Ljós og Sannleikur því (skilnings-trénu), slcaltu vissulega deyja“, skildi hinn fyrsti ma'ður ekki hvað dauðinn var. En þegar liinn ástkæri sonur hans, Abel, lá kaldur og andvana á jörðunni, myrtur af bróðurhöndinni, fékk hann gleggri skilning á þessu máli. Hann sá að dauðinn gerir manninn aftur að því, sem hann var fyrir sköpunina — að moldu. Hann sá þessi orð Drott- ins rætast: „Þú liverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ertu þú tekinn; því að mold ert þú og til moldar skall þú aftur hverfa!" Les. 1. Mós. 2, 17; 3, 19. 22—24; 5, 5. Þýðing orðsins „dauði“ er samkvæmt Nord. Konv. Leksi- kon: „Algert og endanlegt þrot iífsins og stöðvun lifsstarf- seminnar“. Þetta er skýring, sem kemur heim við Guðs orð. Dauðinn er þannig hið gagnstæða lífi. í dauðanum stíga inenn ekki yfir til lífs, heldur koma þeir þá að endalokum lífs. (Les Jes. 38, 1. síðari liluta). Þess vegna er dauðinn óvinur — sá óvinur hér í lieimi, sem siðastur verður að engu gerður. Sjá 1. Kor. 15, 26. Þjónn Drottins, Job, spyr eitt sinn á þessa leið: „Gefi inanneskjan upp andann, livar er liún þá?“ Job. 14, 10. Þessa spurningu hafa margir aðrir borið fram, og nóg er af svör- um við henni. Eins og áður hefur verið minnst á, eru sumir þeirrar skoðunar, að hinir góðu fari strax við andlátið lil himnarikis og fái þar laun sín, og að þeir vondu fari til vítis og líði þar liegningu og kvalir. Aðrir halda að hreins- unareldurinn sé ákvörðunarstaðurinn, og enn aðrir ímynda sér að hinir framliðnu fari á aðra hnetti o. s. frv. Lát- um oss íhuga þessar skoðanir dálílið nánar. Hinir dauðu fara ekki strax til himna. Les til sönnunar þessa eflirfarandi ritningarstaði: Jóh. 7, 33. 34; 13, 33—36; 14, 1—3; Matt. 16, 27; Post. 2, 29. 34; Hebr. 11, 13. 39. 40.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.