Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 175 vcra til. Til þess að engin ástœða sé til misskilnings, talar Ritningin um „hinn annan dauða", sem hegningu óguðlegra. Jafnt góðir sem vondir verða að deyja hinum fyrri dauða, en aðeins óguðlegir deyja „liinum siðari dauða“, á degi hegningarinnar. Tökum ennfremur eftir hinum skýru orðum Gamla-Testa- mentisins um afdrif þverbrotinna syndara. Lesum I. d. með gaumgæfni 37. sálm Davíðs. Hvar finnum vér annars á vorri tungu orð, er á ákveðnari eða kröftugri hátt geti gefið til kynna, að óguðlegir eigi að verða algerlega afmáðir og hætta að vera til? Fyrst að óguðlegum verður „útrýmt“, fyrst að þeir „farast“, „hverfa“, „líða undir lok“, fyrst að þá er „elcki framar að finna, þótt þeirra sé leitað", hvernig geta menn þá fullyrt að þeir haldi áfram að vera til, lifi og kveljist endalaust! Hvers vegna ættum vér fremur að trúa miskunnarlausum mannaorðum, en liinum skýlausa vitnis- burði Guðs? Spáinennirnir segja, er þeir tala um væntanlega hegningu óguðlegra: „Það er úti um þá“, „þeir verða eilíf- lega að engu“, „þeir eru afmáðir", „þeir mun verða cins og þeir hafi aldrei verið til“, „óguðlcgir kollsteypast og eru eigi framar til“. Skyldum vér þurfa fleiri vitnisburða við! Þegar Guðs orð segir, að óguðlegir skuli ekki framar vera til, þá er það óhagganlegt, liversu margir sem halda því l'ram, að þeir verði kvaldir endalaust. Þegar svo Biblían að lokum talar um þó höfuðskepnu, er inun eyða liinum óguðlegu, tekur það af allan efa; því að eldurinn er, eins og kunnugt er, sú höfuðskepna, sem full- komnastri eyðingu veldur. Hér við hætist að Guðs orð líkir óguðlegum við svo eldfim efni eins og t. d. „strá“, „hálm“, „illgresi“, „þyrna“ og „þistla“ og hætir svo við: „Þeir munu

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.