Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 6
178 Ljós og Sannleikur Gehenne, sem kemur 12 sinnum fyrir í Ný.ja-Testament- inu, merkir aftur á móti hinn væntanlega hegningarstað, eldsdíkið, þar sem óguðlegir verða brenndir, eftir að dóm- ur þeirra hefur verið kveðinn upp. í „Kirkeleksikon for Norden" segir svo: „Biblíuþýðingarnar ættu að gera grein- armun á orðinu Hades (í Gamla-Testamentinu Scheol), sem þýðir dánarheimar, og orðinu Gehenna, sem ])ýðir helvíti". 11. bindi, bls. 177. Orðið Gehenna er komið af Hinnomssonar-dal, sem er dalur fyrir utan .lerúsalem, þar sem allt af logaði eldur til þess að brenna hræ og óþverra frá borginni. Þar voru einn- ig brennd lik morðingja og annarra glæpamanna, og þar færðu Gyðingar Molok fórnir á tíma fráfallsins (2. Kron. 28, 3; 33, 6; Jer. 7, 31). Þessi staður var vel við eigandi tákn- mynd eldsdíkisins, sem i fyllingu tímans á að eyða hinum óguðlegu, og sem ekki mun skilja eftir af þeim „rót né kvist", heldur gereyða þeim. Kkki skyldi maður strax láta sér detta í hug hegningar- staðinn i hvert skipti sem orðið „helvíti" kemur fyrir; því að í mörgum tilfelhim er það þýtt úr orði, sem táknar livíld- arstað hinna framliðnu — gröfina. Einungis þegar það er þýtt úr orðinu „Gehenna", á það nokkuð skyll við hegning- arstað, en það cr mjög mikil fjarstæða að vilja gera úr þvi eilífan hcffninffamtað — eilífan kvalastað. Gehenna var eyðileggingar- og tortímingar dalur og er því notaður til að lákna með eldsdíkið, er mun eyða hinum óguðlegu á þeim tíma, þegar jörðin og allt, sem á benni er, verður upp brennt. IJm það, hvernig Kristur notaði orðið Gehenna, er hann talaði við og til Gyðinga, segir séra Farrar á þessa leið:

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.