Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 148
136
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1869.
miði (ekki nema 318 pottar), einúngis er talið flutt til Norður- og
Austur-umdæmisins.
Árið 1869 flultust af kaffebaunum lil alls iandsins 354,131
pund, og er það að vísu ekki svo lítið minna en næst undanfarið
ár (smbr. IV., bls. 863), en þó á hið sama sér slað á þessu ári
eins og þá, að lángmest heör verið flutt af þeim til Suður-um-
dæmisins, og jafnvel töluvert meira en til beggja hinna umdæmanna
að samtöldu, nefnilega til Suður-umdæmisins 191,905 pund, til
Vestur-umdæmisins 81,082 pund og til Norður- og Austur-um-
dæmisins 81,144 pund, og verður því hlutfallið milli umdæmanna
nokkuð líkt og það hefir verið að undanförnu. Um kafferót er
sama að segja á þessu ári og næst undanfarið ár, nefnilega að
lángmest er flutt af heuni til Suður - umdæmisins, því af þeim
121,736 pundum, sem árið 1889 alls fluttust til íslands (árið næst
á undan voru það ekki nema 93,420 pund) voru 73,510 pund flutt
til Suður-umdæmisins (til Reykjavíkur kaupstaðar eins 57,644
pund, eða löluvert meira en til beggja binna umdæmanna að sam-
töldu), 31,251 pund til Vestur-umdæmisins, og ekki nema 16,975
pund til Norður- og Austur-umdæmisins. þar á móti heflr á þessu
ári, eins og næst undanfarið ár, aðflutníngur af sjokólade verið
lángmestur til Norður- og Austur-umdæmisins, nefnilega rúmlega
eins mikið til þessa eina umdæmis eins og til beggja binna að
samtöldu; en af tegrasi hetir verið flutt hérumbil jafnmikið til
Suður-umdæmisins og til Norður- og Austur-umdæmisins, en
minnst heflr verið flutt af því til Vestur-umdæmisins.
Af allskonar sykri fluttust árið 1869 samtals til alls íslands
443,741 pund, eða nokkuð meir en næst undanfarið ár (þá var
það 439,754 pund, smbr. IV., bls. 864), og þar af lángmest lil
Suður-umdæmisins, nefnilega 192,599 pund, en til Vestur - um-
dæmisins 113,792 pund og til Norður- og Austur-umdæmisins
137,350 pund; hlutfallið milli umdæmanna er því mjög líkt því,
sem það hefir verið tvö bin síðustu árin (smbr. IV., bls. 622 og
864), en heldur ólíkt því, sem það heflr verið að undanförnu
(smbr. I., bls. 75 og 575, III., bls. 587, og IV., bls. 92 og 371).
Skoði maður hverja sykurtegund sér, þá var á þessu ári flutt láng-