Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Síða 149
1869.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
137
mest af kandissykri til landsins, nefnilega rúmlega tvöfalt meira
en af hinum báöum sykurtegundunum (hvítasykri og púðursykri)
samtöldum. Mér má einnig telja síróp; en af því fluttist láng-
^est á þessu ári til Suður-umdæmisins, nefnilega 6089 pund, eða
i'iimur helmíngur þess sein fluttist til alls landsins, sem voru
H5643 pund ^árið 1868 voru það ekki nema 9066 pund til alls
landsins), en til Norður- og Austur-umdæmisins flultist af þessari
vörutegund á þessu ári aðeins 1,272 pund.
Af allskonar tóbaki lluttist árið 1869 nokkuð meira til alls
landsins en næst undanfarið ár, nefnilega samtals 99,740 pund
(árið 1868 ekki nema 82,997 pund, smbr. IV., bls. 863 og 867),
°g þar af mest til Suður-umdæmisins, eða 38,575 pund, en til
Vestur-umdæmisins 25,196 pund, og til Norður- og Austur-um-
dæmisins 35,969 pund; og er þá hlutfallið milli umdæmanna
nokkuð líkt og það heflr verið næst undanfarin tvö ár (smbr. IV.,
bls. 622, 866 og 867). Eins og að undanförnu var aðflutníngurinn
á þessu ári einnig lángmestur af neftóbaki, nefnilega 55,902 pund,
eða töluvert meira en af hinum tóbakstegundunum samtöldum.
Öér má einnig telja vindla, og hefir af þeim á þessu ári verið
flutt nær því tvöfalt meira til landsins en næst undanfarið ár,
Defnilega 301,000 tals (árið 1868 voru það 170,100), og þar af
lángmest til Suður-umdæmisins, nefnilega 196,800, eða töluvert
meira en til beggja hinna umdæmanna að samtöldu, til Vestur-
umdæmisins 74,400 en til Norður- og Austur-umdæmisins einúngis
29,800 tals.
Af salti flutlust á þessu ári nokkuð meira lil landsins en
næst undanfarið ár, nefnilega 12,326 tunnur (árið 1868 voru það
ekki nema 10,549 tunnur, smbr. IV., bls. 867). Að vísu er sama
að segja og áður heflr átt sér stað, nefnilega að mest heflr verið
flutt af salti til Suður-umdæmisius, en þó er munurinn á um-
dæmum landsins bvergi nærri eins mikill og hann áður heflr verið.
Af aðflutníngnum fyrir árið 1869 koma nefnilega 5379 tunnur á
Suður-umdæmið, 3190 tunnur á Vestur-umdæmið, og 3757 tunnur
á Norður- og Austur-umdæmið; af kaupstöðum landsins var láng-