Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 236
224
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
1871-72.
staða fjalli í landareign jarðarinnar Helgustaða í Suður-Múla sýslu,
sem er konúngs eign að nokkrum hluta, er liðinn í lok ársins 1870,
en þar menn liafa haldið, að leigumáli þessi yrði endurnýjaður, eða
þá að annar maður taki námurnar á leigu móti sama eptirgjaldi,
sem nú er goldið, þá er hér talin sama upphæð og í fjárliags-
lögunum fyrir fjárhagsárið 1870/?!.
I. 13. Tekjur þessar eru taldar eins og í fjárhagslögúnum
fyrir fjárhagsáriö 1870/7i. Auk afgjaldsins af jörðunni Ilelgsholti
með Belgsholtskoti, sem hér er talið 54 rd., eru hinar lielztu tekjur
aðrar, sein hér eru taldar, þessar: 1 rd. til bókasafns skólans af
hverjum þeim, sem útskrifast úr latínuskólanum; gjöld frá prestum
þeim, sem fá betra brauð en þeir áður hafa haft, o. s. frv.
I. 14. í þessum óvissu tekjum er innibundið erfíngjalaust fé,
undirgjaflr undir sendifé, tekjur af strönduðu gózi, reikníngsábyrgð
o. s. frv.; einnig eru í þessari tekjugrein taldar sektir samkvæmt
hinum almennu hegníngarlögum 25. júní 1869.
II. 1. þessi tekjugrein var í frumvarpinu til fjárhagslaganna
fyrir árið 1871/72 talin 9400 rd., og var um það gjörð þessi athugasemd:
C(Eptir skýrslum þeim, sem stjórnarráðið hefir undir höndum, stóð
eplir óendurgoldið við lok fjárhagsársins 18f,9/7o af alþíngiskostnaðin-
um 9411 rd. 12 sk. — J>ar nú má gjöra ráð fyrir, að á fjárhagsárinu
1870/7. verði af þessu borgaðir þeir 5500 rd., sem taldir eru í
fjárhagslögunum fyrir það ár, verður eptir óendurgoldið við lok
fjárhagsársins 187%i hérumbil 3900 rd. fessi upphæð, og svo
helmíngur þeirra 12000 rd., sem í frumvarpi þessu er stúngið
uppá að veittir sé sem kostnaður til alþíngis 1871 (að frádregnum
þó 1000 rd., sem ætlazt er til að konúngsfulltrúi á þínginu skuli
hafa), er þá það, sem menn geta vonazt eptir að endurgoldið verði á
fjárhagsárinu 187V72 samkvæmt opnu bréfi 18. júlí 1848, og er það
því hér talið með 9400 rd.” En í áætlun dómsmálastjórnarinnar,
sem hér er farið eptir, er ekki talið meira en 5500 rd.
II. 2. í þessari tekjugrein eru talin þau gjöld, sem nú skal
greina, nefnilega: