Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 239
1871-72.
TJM FJÁRHAG ÍSLANDS.
227
þess, sem ráð er gjört fyrir að eptir mundi standa við lok fjárhags-
ársins 187u/7ij eða 700 rd., og svo leigur 80 rd.
Við ú tg j ö 1 d íslands hafa verið gjörðar þessar athugasemdir,
sem nú skal segja, nefnilega:
A. I. Laun þeirra embættismanna, sem hér eru taldir, eru
talin eins og í fjárhagslögunum fyrir árið 1870/7i, en þó með þeirri
breytíngu, að samkvæmt grundvallarreglunum í frumvarpi því til
laga um laun ymsra embættismanna á íslandi, sem lagt var fyrir
hið 14. ríkisþíng Dana, og þar þessari reglu hefir verið fylgt í
öllum fjárhagslögum, sem frá þeim tíma hafa komið út, er hér talin
200 rd. launaviðbót handa amtmanninum i Vestur-umdæminu, frá
1. september 1871, þar embættismaður þessi er skipaður í em-
bætli sitt 10. ágúst 1866. Einnig eru, samkvæmt því sem segir í
áminnztu lagafrumvarpi, handa amtmanninum í Norður- og Austur-
umdæminu og handa öðrum assessor í landsyfirréttinum talin laun
þau, sem embættismenn þessir byrja með, nefnilega 2000 vd. og
1200 rd., þar bæði þessi embætti nú eru laus,
Að öðru leyti skal þess getið, að stiptamtmaðurinn á íslandi hcfir
embættisbústað og jörð til frjálsrar brúkunar afgjaldslaust, og sama
á sér einnig stað um amtmanninn í Norður- og Austurumdæminu;
landfógetinn á fslandi hefir jörð til frjálsrar brúkunar afgjaldslaust,
en héraðslæknum öllum á íslandi, að fráskildum þó í Húnavatns
og Skagafjarðar sýslum, er annaðhvort lagt jarðnæði, eða þá í
þess stað peníngaupphæð sú, sem hér er talin við hvorn þeirra.
A. II. Launaviðbót sú, sem hör ræðir um, er ekki eins og
að undanförnu reiknuð eptir kornverði samkvæmt lögum 19. febrúar
1861, heldur er hún reiknuð eptir 9. gr. laga 26. marz 1870 um
almennar ákvarðanir viðvíkjandi launum embættis- og sýslunarmanna,
og er í þessari grein meðal annars skipað svo fyi'ir, að upp frá
1. apríl 1870 skuli af numin öll launaviðbót eptir kornverði,
en þar á móti skuli greiða launaviðbót á þann liátt, að hún sé
reiknuð:
17*