Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 242
230
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
1871—72.
leigan gæti orðið 300 rd. á ári, og átti að verja henni til að efla
kálgarðarækt og jarðyrkju á íslandi. En með konúngs urskurði
25. júlí 1844 var tekið til skuldabréfa þeirra, sem sjóðurinn átti,
og sem þá voru 7500 rd. að upphæð, og var það lagt til kostnaðar
við skólahúss byggínguna í Reykjavík, en í stað þessa voru lagðir
300 rd. úr ríkissjóðnum á ári lil hins áður umgetna augnamiðs.
A. IV. 5. Fyrir lif ókeypis handa fátækum mönnum á íslandi,
og útbýtíngu á þeim, fær lifsalinn í Reykjavík 220 rd,, en lifsalarnir
í Stykkishólmi og á Akureyri fá hvor um sig 90 rd.
A. IV. 6. I fjárhagslögunum fyrir undanfarin ár hefir hinu
ísleuzka bókmentafélagi verið veittur 400 rd. styrkur á ári uppí
prentunarkostnað fyrir Skýrslur um landsbagi á íslandi. þar nú
félagið heldur þessum störfum áfram, hefir það þótt réttast, að hér
sé stúngið uppá líkum styrk og gjört hefir verið undanfarin ár.
A. IV. 7. I fjárhagslögunum fyrir undanfarin ár hafa verið
veittir 933 rd. 32 sk. sem styrkur til prentunar á hverju bindi af
lagasafni handa íslandi, það er að skilja 600 rd. til úlgefandanna
(nefnilega 300 rd. fyrir að safna saman efninu, og 300 rd. í ritlaun
og fyrir prófarkalestur) og 333 rd. 32 sk. til kostnaðarmanns bókar-
innar. Af safni þessu er nú 16. bindi, sem nær til ársins 1856,
undir prentun, og þar því verður haldið áfram, hefir þótt réttast
hér að stínga uppá binni sömu upphæð, sem veitt hefir verið í
hinum fyrri fjárhagslögum, og skal þarhjá geta þess, að það sem
her er talið, einúngis er veilíng áður veitts fjár, þar sem nefni-
lega ennþá ekki hafa komið til útgjalda 1733 rd. 32 sk. af peníngum
þeim, sem til safnsins voru veittir í fjárhagslögunum fyrir árin
1 8G5/og—186S/u9, en af þeim 933 rd. 32 sk., sem veittir voru í fjár-
hagslögunum fyrir árið 18G‘J/7o, hefir ekki verið borgað meir en 300
rd., og loks verður ekki gjört ráð fyrir að meira verði borgaS fjár-
hagsárið 1870/7i en 333 rd. 32 sk. af upphæð þeirri, sem í fjárhags-
lögunum fyrir nýnefnt ár var veitt til þessa.
0. I. Laun þeirra embættismanna, sem hér eru taldir, eru talin
samkvæmt því sem gjört var í fjárhagslögunum fyrir árið 1870/n,
en þó með þeirri breytíngu, að samkvæmt grundvallarreglum þeim,
sem á er minnzt í athugasemdunum við A. I. hér að framan, er hér