Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 394
382
L'M FJÁRHAG ÍSLANDS.
1872—73.
og hafa stiptsyfirvöldin þarhjá getið þess, að Ilelgi prestur Hálfdan-
arson í þau rúm fjögur ár, scin hann liefir haft þetta embætti á
höndum, ekki hefir látið þá von bregðast, sem menn höfðu tii lians
þegar tiann tókst embættið á hendur, þar sem hann með lærdómi
sínum, óþreytanlegri starfsemi og vandlæti í köllun sinni hefir
áunnið sér fulla virðíngu og traust bæði hjá yfirboðurum sínum og
lærisveinum; stiptsyfirvöldin álíta það því mjög svo áríðandi, að
hann framvegis geti verið við prestaskólann.
Við lí. 1—3. Við latínuskólann í Reykjavík er nú settur um-
sjónarmaður, og eru laun hans 500 rd. á ári, nefnilega þeir 300 rd.
sem hér eru laldir undir 1. fyrir umsjón, og svo þeir 200 rd., sem
taldir eru fyrir að semja reiknínga skólans og fyrir skriptir við
skólann, og skal hann þá einnig takast þau störf á hendur. jþeir
800 rd., sem hér eru taldir sem aðstoðarfé, eru ætlaðir til launa
fyrir saungkennslu og íþróttakennslu í latínuskólanum, fyrir að
leika á organ í Reykjavíkur dómkirkju, og til launa handa dyra-
verði skólans. Viðbót sú eptir kornverði, sem hér ræðir um, er
lalin eptir reglum þeim, sem um það efni eru settar í 25. og 27-
grein laga 19. febrúar 1801.
Við C. 1. Tillag þelta, sem upphaflega var 300 krónur, er
goldið samkvæmt konúngs úrskurði 12. maí 1579.
Við C. 2. þegar selt var Hóla stóls góz, voru seld með því
nokkur kirkju-kúgildi, sem hlutaðeigandi prestum voru goldnar
leigur eptir. Til endurgjalds fvrir þetta er nú goldið árlega 960
álnir eptir meðalverði verðlagsskrárinnar á alin, og í peníngum 65
rd. 60 sk., en það hvortlveggja má gjöra ráð fyrir að verði sam-
tals 300 rd. að upphæð, eins og bér einnig er talið.
Við C 3. í hinum eldri skýrslum um eptirlaun þau, er snerta
alríkið, voru fyrr meir á ári hverju taldir 300 rd. , sem verja átti
til styrktar handa ekkjum og börnum presta á Islandi, samkvæmt
konúngs úrskurði 13- maí 1785. í fjárhagslögunum fyrir árið
1860 — 61 var upphæð þessi fyrst talin meðal útgjalda til íslands,
en í fjárhagslögunum fyrir árið 1861 — 62 var leyft að hækka hana
um 100 rd., eða alls til 400 rd., eins og hér er talið.
Við C. 4. Um nokkur fyrirfarandi ár hafði á ári hverju