Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 444
432
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1870.
f skýrslunni A. hér á eptir er Ijóslega skýrt frá, hversu mikið
af hverri vörutegund árið 1870 hafl verið flult til íslands bæði frá
Danmörk og svo frá öðrum löndum, og sýnir hun það sama sem
híngað til hefir ált sér stað, nefnilega að Danir ennþá eiga mestan
þátt í verzlun vorri. þessu til frekari skýríngar skal hér geta þess,
að af þeim 96 vörutegundum, sem í skýrslunni eru taldar, eru
15, sem eingaungu hafa verið fluttar frá Danmörku, það er að
skilja: byggmjöl, púnsextrakt, mjöður, blaðatóbak, látún, katlar,
lásar, bandprjónar, bnappar, speglar, höfuðkambar, almanök, axla-
bönd, hörtvinni og áles, en engin eingaungu frá öðrum löndum ;
en af hinum tegundunum hefir einúngis af 6 tegundum meira verið
flutt frá öðrum löndum en frá Danmörku, og eru það : salt, stein-
kol, stórviður, plánkar, borð og korkur.
Loks þykir hér vel við eiga að sýna, að hve miklu leyti vöru-
aðílutníngar til landsins hafi aukizt eða mínkað á því tímabili, sem
liðið er frá því að verzlunarskýrslurnar fyrst voru prentaðar í ritum
þessum, nefnilega fyrir árið 1849. Taki maður þá þessi tvö ár, þá
kemur það fram, að af hinum helztu vörutegundum var flutt til
íslands :
árið 1849. árið 1870.
Rúgur, tunnur. . . 23128 25560
i^ygg) — • • 274 186
Baunir, — . . 2028 2531
Bánkabygg, — . . 7635 11156
Rúgmjöl, — . . 3849 4719
Brauð1, pund . . . 186800 207661
Brennivín, pottar. . 257212 379272
Önnurölfaung2,— . . 39790 102278
líaffebaunir3, pund , . 293833 547808
’) Hér er talií) hveitibraub og svartabrauíi.
2) Hér er talií) vín, romm, púnsextrakt, kryddvín, mjöímr og bjór.
3) Arib 1870 er liér einnig talin kaíferót mef).