Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Síða 446
434
VERZLAN Á ISLANDl.
1870.
145). Eins og að undanförnu var lángmest af þessari vörutegund
flutt frá Suður-umdæminu, nefnilega 18,376 skippund (einkum frá
Reykjavík og Gullbríngu sýslu; frá þeim nefnilega 16,511 skippund,
eða nær því tvöfalt á við það, sem fluttist frá öllum hinum öðrum
héruðum landsins), og svo frá Vestur-umdæminu 6665 skippund
(þaðan einkum frá ísafjarðar sýslu 5724 skippund), en frá Norður-
og Austur-umdæminu ein 68 skippund. Söltuð lirogn voru á
þessu ári eins og að undanförnu (að frá teknu þó árinu 1867, smbr.
IV., bls, 631) eingaungu flutt frá Suður-umdæminu, og þaðan láng-
mest frá Gullbríngu sýslu, nefnilega 1356 tunnur af 2073 tunnum,
sem alls fluttust á þessu ári af þessari vörutegund, og sem er
rúmlega tvöfalt meira en næst undanfarið ár (þá voru það 977
tunnur, smbr. V., bls. 145). Sömuleiðis hefir útflutníngurinn af
saltaðri síld, sem næst undanfarið ár varla var teljandi (þá ekki
nema einar 14 tunnur, smbr. V., bls. 145), ekki verið svo lítill,
þó hann hvergi nærri væri eins mikill og árið 1868; árið 1870
fluttust nefnilega 183 tunnur af þessari vörutegund, og þar af 179
tunnur frá Norður-Múla sýslu og einar 4 tunnur frá Ileykjavík. þá
er enn sallaður lax, og heflr af þeirri vöruverið flutt fjarska mikið
út árið 1870, nefnilega alls 15,337 lísipund, og af þeim 11,228
lísipund frá Stranda sýslu og 3836 lísipund frá Reykjavíkur kaup-
stað (árið næst á undan var útflulníngurinn af þessari vöru ekki
nema 532 lísipund frá öllu landinu, smbr. V., bls. 145).
Af lýsi (og er þar talið allskonar lýsi, bæði þorskalýsi, hvallýsi,
hákarlslýsi og selslýsi) heflr á þessu ári verið flult töluvert meira
frá Islandi en næst undanfarið ár, og jafnvel meira en árið 1868,
nefnilega ads 9424 tunnur) árið 1868 var útflutníngurinn frá öllu
landinu 8757 tunnur, smbr. IV., bls. 883, en árið 1869 var hann
7744 tunnur, V., bls. 145). Lángmesturlieflr iltflutníngurinn árið 1870
af þessari vörutegund verið frá Norður og Austur-umdæminu (einkum
frá. Eyjafjarðar sýslu, uefnilega 3529 tunnur, eða rúmur þriðjúngur
þess sem fluttist frá öllu landinu) nefnilega 4379 tunnur; minnstur
var útflulníngurinn frá Suður-umdæminu, ekki nema 1611 tunnur,
en frá Vestur-umdærninu fluttust 3434 tunnur.