Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 516
504
UM fjárhag íslands.
50 pund sterlinga, fyrir 2. árið 60 pund, fyrir 3. árið 70 pund,
fyrir 4. árið 80 pund, fvrir 5. árið 90 pund, og 100 pund fyrir 6.
árið og hvert hinna 44 eptirstandandi ára, og skal þarhjá greiða
eptirgjaldið með helmíng þess fyrirfram á hverju ári 1. september
og 1. marz. Á þessu reikníngsári kemur því í gjalddaga ekki nema
helmíngur eptirgjaldsins fyrir 2. árið, eða 30 pund sterlinga, og
er þetta því hér talið með 270 rd. (1 pund á 9 rd.).
Athugasemd: 1 þessari tekjugrein heflr áður verið talið eptir-
gjald af þeim lU hluta af silfurbergsnámunum í Helguslaðafjalli
í landareign jarðarinnar Helgustaða í Suðurmúla sýslu, sem er
eign hins opinbera. Leigutíminn fyrir þenna hluta námanna leið
á enda 31. desember 1872, og þar professor Johnstrup, sem
árið 1871 skoðaði námurnar, heflr látið í Ijósi ótta fyrir því, a8
aðferð sú, sem til þess tíma hafði verið brúkuð við hagnýtíngu
námanna, mundi leiða til gjörsamlegrar spillíngar þeirra, þá hefir
stjórnin álilið óráðlegt að endurnýja hinn fyrri leigumála, og hefir
hún þarhjá lagt drög fyrir að maður sá, sem er eigandi að
hinum öðrum 3/í hlutum námanna, ekki brjóti úr þeim fyr en
hann hefir komið sör saman víð stjórnina um skynsamlegri
meðferð þeirra.
Við 14. Lm þessa tekjugrein skal visað til áætlunarinnar fyrir
árið 187>, og skal þess þarhjá getið, að tekjur þessar hér eru
taldar eins og fyrir heilt ár.
Við 15. Óvissar tekjur eru hér taldar með 3/4 hlulum heils
árs tekja, og eru í þeim innifaldar þær tekjur, sem skýrt er frá í
áætluninni fyrir árið 1872/73.
Við 16. Eins og frá er skýrt í alhugasemdnm við reikníngs-
yfirlitið fyrir árið 1871/72, var upphæð sú, sem í 10 gr. í áætluninni
fyrir árið 1871/;" var ællazt til aö yrði afgángs, og sem verja átti
til að stofna hjálparsjóð, ekki til í peníngum við lok þessa reikn-
íngsárs, heldur var það, að frá skildu 550 rd. láni til vegasjúðs
Suðurumdæmisius, útistandandi hjá gjaldheimlumönnum og öðrum.
I>ar nú þarhjá ekki verður séð, fyr en allir reikníngar fyrir árið
187<j/73 eru iunkomnir, hvort leggja megi í hjálparsjóðiun upphæð þá,