Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Page 638
626
UM EFNAHAG SVEITASJOÐANNA.
1871.
ekki era settar á vöxtu, mestmegnis fólgnar í útistandandi Iánum
hjá fátækum hreppsbændum. Tekjurnar í sumum hreppum eru í
raun og veru minni en að ofan er tilgreint, þar sem landaura-tekj-
unum heflr verið varið í penínga, og hin sama upphæð þannig
reiknuð ti! inngjalda bæði í landaurum og peníngum. 2) Dálkurinn
fyrir „lán” í skýrslu þessari er ekki notaður, þar sem hann er
settur meðal dálkanna fyrir endileg útgjöld hreppanna, en öll
sveitarlán verður í sjálfu sér að tclja með eptirstöðvum hreppanna,
og færa rneðal þeirra í reikníngnum, þángað til þau eru endur-
borguð. Eptirslöðvar þær, sem tilgreindar eru, nema þær sem
eru á vöxtum, og nokkur hluti af þeim, sem fólginn er í jarðar-
pörtum þeim, er Vindhælis hreppur á, eru að mestu leyti, eins og
að ofan er til greint, í láni hjá fátæklíngum til að halda þeim
frá sveit.”
Skagafjarðar sýsla. ((1) Með óvissum tekjum Fells, Hofs,
Hóla, Viðvíkur, Akra og Seilu hreppa er það talið, er hlutaðeig-
andi hreppstjórar hafa lánað sveitasjóðunum, og eru þessir sjóðir
nú í þeim skuldum, er hér greinir: 2 sk , 180 rd. 17 sk., 26 rd.
21 sk., 8 rd. 48 sk., 115 rd. 75 sk. og 79 rd. 82 sk. 2) Með
óvissum gjöldum Seilu hrepps er talin borgun uppí skuld frá fyrra
ári, 3 rd. 55 sk. — I sama dálki er i Holts, Hóla og Rípur hreppum
talið þjóðvegagjald 51 rd. 72 sk., 18 rd. 52 sk. og 14 rd. 67 sk.”
Suðurmúla sýsla. „Geithellna hreppur á jörðina Húlands-
nes og 2 hdr. í Geithellum. Reyðaríjarðar hreppur á jörðina
Sómastaði með hjáleigunni Sómastaðagerði. Eyða hreppur á jörðina
Fossgerði og nýtur ásaml Vallna hrepp árlegrar landskuldar af krist-
fjárjörðinni Iíóreksstöðum í Hjaltastaða þínghá.”
Ennfremur skal geta þess hér, að skýrslurnar frá nokkrum
sýslumönnum ná til annars tíma en til fardaga 1871, og eru það
þessar: frá Mýra, Snæfellsness og Ilnappadals, Dala og Barða-
strandar sýslum, er ná til haustnótta 1871, og frá Reykjavikur bæ,
sein nær til ársloka 1871, en ekki þótti þörf fyrir þessa sök að
sleppa þeim úr aðalskýrslunum.
Að svo mæltu fylgja nú aðalskýrslurnar, og skal þar við svo
bæta nokkruin athugasemdum við hin helztu atriði í þeitn.