Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 707
1872 — 1874.
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
695
þínghús það, sem þar er, ber úr jafnaðarsjóði Suðuramtsins sam-
kvæmt tilskipun 4. marz 1871, 5. gr., á árinu 1874 að greiða hér-
umbil 620 rd. En þareð jafnaðarsjóðurinn ekki með öðru móti
getur útvegað þessa penínga, þá hlýtur að borga þá úr hjálpar-
sjóðnum sem lán lil jafnaðarsjóðsins, og skal þá gjalda 4 af lnindr-
aði á ári af láninu, og horga það aptur með Vis hluta á ári
úverju um hin næstu 15 ár, eins og á sér stað með lán þau,
sem á reikníngsárinu frá 1. apríl til 31. desember 1873 voru veitt
Reykjavíkur bæ og jafnaðarsjóðnum í líkum tilgángi. — Pángelsi
þau, sem byggja skal í Vestur-, Norður- og Austur-umdæmunum,
nefnilega í Slykkishólmi, á ísafirði, á Akureyri, í Húsavík og á
Eskifirði, er ætlazt til að verði bygð á næstkomanda ári, og verður
það þá nauðsynlegt, að veita hlutaðeigandi jafnaðarsjóðum, sem
samkvæmt ofannel'ndri tilskipun t eiga að greiða útgjöldin, lán til
þessa kostnaðar. En þar áætlanir um kostnaðinn eru ekki til, þá
má ætla að hann verði hérumbil 20,500 rd. fyrir þessi fimm fángelsi.
Svona er þá fjárhagsáætlun íslands fyrir árið 1874 eins og
hún nú kemur hér fyrir sjónir, og skulum vér að eins geta þess,
að eptir henni eru tekjur íslands á reikníngsárinu 1874 taldar
alls 106,393 rd. 6 sk., en útgjöldin alls 82,202 rd. 40 sk., og
verður þá afgángurinn, eða það sem ætlazt er til að verði lagt til
hjálparsjóðsins, eins og í athugasemdunum er sagt,, á þessu ári
24,190 rd. 62 sk. Sé nú þetta borið saman við áætlunina fyrir
næst undangengið reikníngsár, frá 1. apríl til 31. desember 1873,
þar sem afgángurinn var talinn einúngis 3,747 rd. 47 sk., þá sýnir
það sig, að nú á þessu ári verður afgángurinn 20,443 rd. 15 sk.
meiri en talið var næst undanfarið ár, og er það ekki svo lítið.
I>að mætti nú að vísu, ef til vill, segja margt fleira um áætlun
þessa, en þar það ekki þykir eiga við á þessum stað, þá skal því
sleppt hér, og skulum vér nú, eins og þegar í upphafi var sagt,
láta fylgja reikníngsyfirlitið yfir tekjur og útgjöld íslands á reikn-
íngsárinu frá 1. apríl 1872 til 31. marz 1873, staðfest al' konúngi
V.
50