Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1875, Side 825
1871-72
VERZLAN A ISLANDI.
813
Um saltað kjöt má segja sama og að undanförnu, nefnilega
að lángmest hefir á þessum árum verið flutt af því frá Norður- og
Austur-umdæminu. Af þeim 4074 tunnum af þessari vöru, sem
árið 1871 voru fluttar alls frá íslandi (árið 1870 fluttist ekki nema
3958 tunnur, smbr. V., bls. 435), koma nefnilega 3003 tunnur á
Norður- og Áustur-umdæmið; en af þeim 1989 tunnum, sem fluttust
alls árið 1872, koma 1524 tunnur á nýnefnt umdæmi.
Útflutníngurinn af tólg hefir verið mjög ólíkur á þessum tveim
árum, þar sem nefnilega árið 1871 fiuttist nokkuð meir en næst
undanfarið ár, en árið 1872 þar á móti miklu minna. Árið 1871
fluttist nefnilega alls 419,323 pund (árið 1870 voru það 411,269
pund, smbr. V., bls. 435), eu árið 1872 ekki nema 264,204 pund
frá öllu landinu. Að öðru leyti er um útflutníng af þessari vöru
sama að segja og að undanförnu, nefnilega að Norður- og Austur-
umdæmið skarar lángt fram úr binum umdæmunum að þessu, því
af öllu því sem flutt var frá landinu árið 1871 koma 327,790 pund
á þetta umdæmi, eða rúmlega ferfalt meira en frá báðum hinum
umdæmum samtöldum, og af því sem alls fluttist árið 1872, koma
á Norður- og Austur-umdæmið 210,642 pund eða nær því fimfalt
meira en frá hinum uindæmunum. Eins og áður hefir á þessum
árum ekki neitt verið flutt af tólg frá ísafjarðar sýslu.
Af ullu (bæði hvít ull, svört ull og mislit), fluttust á báðum
þessum árum nokkuð minna frá íslandi en næst undanfarið ár,
nefnilega árið 1871 alls 1,304,809 pund og árið 1872 alls 1,295,312
pund (árið 1870 voru það alls 1,336,659 pund frá öllu landinu,
smbr. V., bls. 435). Hlutfaliið milii umdæmanna er mjög líkt og
áður hefir verið, því af útflutníngnum árið 1871 koma 498,099
pund á Suður-umdæmið, 239,263 pund á Vestur-umdæmið og
567,447 pund á Norður- og Austur-umdæmið; en af útflutníngum
árið 1872 koma 454,936 pund á Suður-umdæmið, 273,212 pund á
Vestur-umdæmið og 567,164 pund á Norður- og Austur-umdæmið.
Tóvara hefir á þessum árum og að undanförnu, mest-
megnis og að kalla má eingauugu verið flutt frá Norður- og
Austur-umdæminu. þannig hefir verið flutt frá þessu umdæmi:
árið 1871 af peisum 145 tals (al' 220 frá öllu landinu) og 1872:
v. 61