Eimreiðin - 01.01.1960, Blaðsíða 74
SkapgerÖarprófun
Sumar hliðar skapgerðar okkar koma í ljós í umgengni okkar við annað
fólk, um aðrar getum við sjálf ein dæmt af viðbrögðum okkar, þegar við
erum ein saman, eins og t. d. þá lilið, er snýr að einbeitingu hugans.
Fólk með veika skapgerð á bágt með að einbeita huganum að nokkru
sérstöku. Vilji þeirra getur ekki stýrt öllum kröftum þeirra að einu marki,
sem krefst mikils átaks.
Hjá skapföstum mönnum liefur viljinn hins vegar vald yfir hugmynda-
flugi, minni, ytri skilningarvitum o. s. frv., og getur beint öllum öðrum hxíi-
leikum mannsins að verki því, sem liggur fyrir, og lialdið þeim að því.
Ef þið svarið eftirfarandi spurningum játandi að miklu eða öllu leyti, ei
það öruggt, að þið hafið veika skapgerð:
1. Eyði ég töluverðum tíma frá því að ég ákveð að eitthvað verk skuli gert
og þar til ég liefst handa um að framkvæma það?
2. Er ég skjótur til að ýta frá mér nauðsynlegu og erfiðu verki þar til
seinna, ef mér dettur í liug eitthvert léttara verk og ekki eins nauðsyn-
legt, sem ég get gert strax?
3. Þegar ég hef liafið eitthvert starf eða nám, uppgötva ég þá oft, að ég er
farinn að sitja og liugsa um aðra hluti — í dagdraumum?
4. Ef ég rekst á alvarlega erfiðleika í starfinu, er ég þá fljótur til að taka
upp myndablað eða annað léttmeti til þess að skjóta erfiðleikunum á frest?
5. Er auðvelt að draga athygli mína frá starfinu, með utanaðkomandi
áhrifum, þægilegum eins og tónlist í fjarska eða óþægilegum cins og
bílskrölti eða liávaða í krökkum?
6. Kem ég sjálfum mér á óvart við að brjóta heilann um, livernig ég get1
komizt hjá að kynna mér tiltekið mál eða framkvæma sérlega erfitt verk-
efni í sambandi við vinnu mína?
7. Verð ég svo eirðarlaus eftir að hafa einbeitt mér í cina eða tvær stundir
að einu málefni, að mér finnist ég þurfa að finna mér eitthvað til afþrey-
ingar eða skemmtunar?
Aðeins þeir, sem geta svarað þessum spurningum með sæmilega ærlegu
„neii“, geta talizt hafa sterka skapgerð.