Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1906, Qupperneq 3

Ægir - 01.01.1906, Qupperneq 3
ÆGIR. 67 menna danska stýrimannapróf eða annað próf, er jafn- gildir pví eftir dönskum lögum. 7. gr. Ekkert íslenzkt skip má afgreiða frá nokk- urri höfn hér á landi til ferða milli islands og annara landa, nema pví að eins, að á pví sé til starfa að minsta kosti einn stýrimaður auk skipstjóra, og sé um gufuskip að ræða, sem er meira en 300 smálestir, pá 2 stýrimenn. Ekkert ísienzkt skip, sem meira er en 70 smálestir, má afgreiða eða láta fara í innanlands-siglingar, nema pvi að eins, að á pvi sé til starfa einn stýrimaður auk skipstjóra. Þá má eigi heldur afgreiða nokkurt íslenzkt gufuskip eða pað fara á neinar siglingar frá neinum stað á ís- landi, nema pvi að eins, að skilyrðum peim sje fullnægt sem sett eru í reglugerð peirri um gæzlu á gufuvjel skipsins, er pví hefur verið fengin samkvæmt 15. gr., og sem tiltekur um tölu og kunnáttu peirra manna, er til gæzlu skulu settir við vélina. 8. gr. Til að öðlast skírteini sem skipstjóri i inn- anlands-siglingum útheimtist: a) að hlutaðeigandi hafi staðist hið minnastýrimanna- próf við stýrimannaskólann í Reykjavík; b) að hann hafi verið stýrimaður í 12 mánuði; c) að hann hafi rétt innborinna manna eða sé heim- ilisfastur i Danaveldi; d) að hann sé fullveðja; e) að hann hafi ekki orðið sekur að lagadómi um nokkurt pað verk, sem svívirðilegt er að almenn- ingsálitinu ; f) að hann sanni, að sjón bans sé svo fullkomin, sem nauðsynlegt er fyrir skipstjóra. 9. gr. Til pess að öðlast skirteini sem skipstjóri i utanlands-siglingum, útheimtist, auk skilyrða peirra, sem talin eru í 8. gr., liðunum c—f: a) að hlutaðeigandi hafi staðizt hið meira stýrimanns- próf við stýrimannaskólann í Reykjavík eða hið almenna danska stýrimannspróf eða annað pað próf, sem hefir sama gildi eftir dönskum lögum: b) að liann hafi verið stýrimaður í 12 mánuði, og á peim tíma farið tvisvar milli landa, eða hann hafi siglt sem skipstjóri tvisvar milli landa. 10. gr. Til pess að öðlast skírteini sem stýrimaðnr í innanlandssiglingum útheimtist: a) að hlutaðeigandi hafi staðizt hið minna stýrimanna- próf við stýrimannaskólann í Reykjavík; b) að hann hafi verið fullgildur háseti á pilskipi í 12 mánuði; c) að liann hafi eigi verið dæmdur i hegningarvinnu fyrir nokkurt pað verk, sem svívirðilegt er að al- me/iningsálíti; d) að hann sanni, að sjón hans sé svo fullkomin sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. 11. gr. Til pess að öðlast skírteini sem stýrimaður í utanlandssiglingu útheimtist auk skilyrða peirra, sem talin eru i 10. gr., liðunum c og d: a) að hlutaðeigandi hafi staðist hið meira stýrimanna- próf við stýrimannaskólann i Reykjavik, eða hið al- menna danska stýrimannapróf, eða annað próf, er hefir sama gildi eftir dönskum lögum; b) að hann hafi verið í förum sem fuligildur háseti i utanlands-siglingum í 12 mánuði, eða farið tvær ferðir landa á miili sem stýrimaður. 12. gr. Þeir, sem fullnægja skilyrðum peim,semsett eru hér að framan, eiga heimtingu á að fá skirteini pau, sem talin eru i 8.—10. gr. Skírteini pessi skal rita eftir fyrirmynd, er ráðherra íslands lætur til búa, og skulu pau gefin út af lögreglustjóra á peim stað, par sem hlutaðeigandi er búsettur, eða sé hann hvergi bú- settur í landinu, pá á peim stað, par sem hann eða umboðsmaður hans er staddur, pegar beiðnin kemur fram. Fyrir skipstjóra-skírteini skal greiða 4 kr., er renna i landsjóð. Fyrir stýrimannaskírteini skal greiða 2 kr. Nú vill einhver ekki hlýta úrskurði lögreglustjóra, að pvi er snertir útgáfu skirteinis, og skal hann pá senda kæru sína stjórnarráði íslands, sem pá gerir út um mál- ið; en við pað skerðist eigi réttur hans til að leita dómsákvæðis í pessu máli. 13. gr. Þegar sérstaklega stendur á, getur stjórnar- ráðið veitt undanpágu frá prófkröfum peim og skilyrð- um að pví, er sjómennsku snertir, sem nefnd eru í 7— II. gr. Sömuleiðis getur stjórnarráðið um næstu 10 ár veitt peim manni, er fengið liefir skírteini sem skipstjóri i innanlandsslglingum, rétt tii að vera skipstjóri í utan- lands-siglingum á islenzku seglskipi, sem er minna en 100 smálestir, hafi hann verið skipstjóri í innanlands- siglingum í 18 mánuði. 14. gr. Sá er öðlast hefir skírteini sem skipstjóri eða stýrimaður í utanlands-siglingum, og sem pví næst færir sönnur á pað, annaðhvort með vottorði um, að hann hafi staðizt próf í gufuvélafræði í Danmörku, eða á annan hátt, að hann hafi pá pekkingu á gufuvélum, sem nauðsynleg er til pess, að vera skipstjóri eða stýri- maður á gufuskipi, á kost á að fá viðauka-skýrteini pessu til sönnunar hjá stjórnarráði íslands. 15. gr. Á hverju islenzku gufuskipi, skal vera reglu- gerð um gæzlu á gufuvélinni, er ráðherra íslands gef- ur út; skal i henni gera ákvæði um pað, eftir skýrsl- um peim, sem fram' eru komnar um hestafl vélarinnar,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.