Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 2

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 2
66 ÆGIR. til hákarlaveiða, og' hafa þar að auki aukið skipastól sinn árlega með nokkuð stæni skipum. Kutterum frá 50—60 smálestir að stærð. Áhuginn er því alment vakinn, og hug- sjónirnar lil framkvæmda eru miklu víð- tækari en áður, cn þetta hvortveggja, sem er drifhjólið til atorku og' dugnaðar við hverja atvinnugrein sem er, kemur því til leiðar, að menn hætta sjaldan við hálf- unnið verk, eða standa sjaldan úrræða- lansir. En hitt getur vel orsakast, að það lyrirkomulag, sem er á einhverjum alvinnuveg sé af ýmsum óviðráðanlegum ástæðum orðið svo, að ef það heldur á- fram í sama horfi og eitlhvað útaf ber, getur orðið til tjóns, og þar með stofnað velferð fjðlda manna í hæltu, ef ekki er tekið til allrar varúðar í tíma. Þannig er því varið með þilskipaút- vegínn hér á landi, um þessar nnmdir, og viljum vér henda á nokkur atriði þessu viðvikjandi, ásamt því, að koma með nokkrar ])endingar í þá átt, að auðið yrði að koma þessu í hagfeldara liorf. Aldrei mun fiskalli og/iskyerð hafa gefið jafnmikið tilcfni lil áviipiings síðan þil- skipaútvegurinn hófst, eins og' einmitt nú þessi síðustu ár, þar sem hvortveggja hefir verið betra og meira en nokkurn tíma áður, en þó verður þessara áhrifa svo lítið vart og jafnvel gætir alls ekkert; skipin háfa ekki fjölgað, efnahagur manna yfirleitt ekki batnað meira en áður og' þó munar það 100 þúsunda lu\, sem bor- ist liefir meira á land nú en áður. Mjög' mikið stafar þetta af þvi, að út- vegurinn var byrjaður i fátækt, og menn keyptu þá gömul skip til útgerðarinnar, og urðu að sníða það mikið eftir efnum og ástæðum. (Frh.) ö um atvinnu viö siglingar. Staðfest af konungj 10. nóv. siðastl. ár. 1. gr. Með takmörkunum þeim, sem settareru í lögum þessum, skal öllum vera heimilt að leita sér atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum. 2. gr. Réttur til að vera skipstjóri á íslenzku skipi í innanlandssiglingum skal bundið þvi skilyrði, ef skip ið er meira en 12 smálestir, en ekki yfir 30 smálestir, að hlutaðeigandi sanni með prófvottorði þriggja valin- kunnra skipstjóra, sem bæjarfógeti tilnefnir, að hann a) kunni að marka stað skipsins á sjávarupppdrætti og hafi þekkingu á sjávaruppdráttum og notkun þeirra yfir höfuð; b) kunni að nota áttavita; c) kunni að nota skipshraðamæli; d) þekki alþjóðlegar reglur til að forðast ásiglingar; e) hafi stundað siglinaa-atvinnu minst 24 mánuði á skipum ekki minni en 12 smálestir. Stjórnarráðið semur reglur um prófið, sem að eins fer fram i kaupstað, og fyrirmynd fyrir prófvottorðum. Réttur til að vera skipstjóri á islenzku skipi í innan- lands-siglingum skal bundinn því skilyrði, ef skipið er meira en 30 smálestir, að hlutaðeigandi hafi fengið skírteini sem skipstjóri í innanlandssiglingum. 3. gr. Réttur til að vera skipstjóri i utanlandssigl- ingum á íslenzku skipi, skal bundinn þvi skilyrði, að maðurinn hafi fengið skírteini sem skipstjóri í utanlands- siglingum. Sé um gufuskip að ræða, er rjetturinn ennfrem- ur bundinn þvi skilyrði, að hlutaðeigandi hafi fengið skirteini það, sem getur um i 14. gr. 4. gr. Rjettur til að vera stýrimaður í innanlands- siglingum á íslenzku skipi, sen er meira en 70 smá- lestir, skal bundinn því skilyrði, að maður hafi fengið skírteini sem stýrimaður í innanlands-siglingum. 5. g r. Réttur til að vera stýrimaður í utanlandssigl- ingum á islenzku skipi, sem er meira en 100 smálestir skal bundin þvi skilyrði, að maður hafi fengið skírteini sem stýrimaður i innanlands-siglingum og hafi auk þess verið stýrimaður innanlands 12 mánuði. 6. gr. Réttur til að vera stýrimaður í utanlands- slglingum á islenzku skipi, sem er meira en 100 smá- lestir, skal bundinn því skilyrði, að hlutaðeigandi hafi fengið skírteini, sem stýrimaður í utanlands-siglingum. Ef um gufuskip er að ræða, er rétturinn enn fremur bundinn því skilyrði, að hlutaðeigandi hafi fengið við- auka-skirteini það, er getur um í 14. gr. Viðauka-skirteini það, sem ræðir um i grein þessari og 4. gr. er þó óþarft, ef maður hefir staðist híð al-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.