Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 5

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 5
ÆGIR. 69 frysta fiskinn. Hann á að kunna lil lilít- ar siglingarreglur, þekkja lielztu vita og leiðannerki og þekkja liolnslag og dýpi á hinum almennu íiskimiðum. Hann á að vera fær til að taka sólarhæð í hádegis- baug og reikna með því út breiddarhaug þann er skipið er á, á því augnabliki, sem hæðin var mæld, og seta úl í kortinu; — hann á að kunna að reikna út llóð og fjöru og þekkja strauminn. Hann sér um alla vinnu á skipinu og verður að vera fær til að stjórna því algerlega, sé skip- stjóri veikur eða fjarverandi. Skipstjórinn. I3egar skipstjóri fær skip til umráða, þá er það hans fyrsta skylduverk, að gæta vel og vandlega að, hvort reiði, segl og endar, akkeri, keðjur, dælur, ljósker, veiðarfæri, og yflrleitt alt, sem á ríður sé í því standi, sem vátrygg- ingarfélögin alment heimta að sé. Hann kaupir allan forða skipsins til ferðarinnar. Hann á að vera útfarinn sjómaður og fiskimaður, og vita hvernig hann á að fara með skip sitt í allskonar veðri og kring- umstæðum — og kunna siglingarreglurnar nákvæmlega. Hann á að kunna að reikna Beslik og finna breiddina al' hæð sólar í liádegisbaug, kunna að nota kortið, komp- ásinnoghraðamælinn. Það er öll hin bóklega kunnátta. Hann verður að þekkja ýms fiskimið og þekkja botnlag og dýpi á þeim, hann heldur bók yfir alla beitu, sem kem- ur á skip úr landi og yfir allan fisk, sem fer frá skipinu i land. Hann ber ábyrgð á skipi sinu gagnvart eigendum þess og sömuleiðis á öllu því er skipinu tilheyrir. Það er skylda hans að gæta stöðu sinnar og að liver einn manna hans gæti þess, er honum ber. Enginn fær að ganga undir stýri- mannspróf, nema hann hafi verið 4 ár á fiskiskipum, og náð fyrsta flokks hásetastigi, og enginn fær að ganga undir skipstjórapróf, sem eigi hefir yerið stýrimaður í 1 ár. Menn geta af þessu séð, að Englend- ingar heimta verklega þekkingu af þeim mönnum sem þeir fá skip til umráða, og þá fyrst geta þeir búist við að skipstjórar séu færir um að takast slíkt á liendur þeg- ar þeir hafa gengið í gegnum öll stig sem að því lúta að kunna alt sem fiskimenn á skipinu. Þetta er auðvitað líkt og tíðkast með öðrum þjóðum, og er það meira en hægt er að segja um íslendinga, þar sem engin slík fastákveðin reglugjörð er til, sem farið er eftir í þessu efni. Stýrimenn geta menn orðið eftir 4 mán. veru á sjó. Þá má hver taka próf, og honum er trúað fyrir skipi, lífi og limum háseta, og um leið tímanlegri velferð konu og barna i landi. Svb. Egilsson. fyrir og eftir 1814. Eftir Fr. Macody Lnnd. [Þýtt úr »Kringsjaa«]. Annað mjög svo þýðingarmikið spurs- mál er það, hvort þeir hafi fært sér til- hlýðilega í nyt fiskinn sem verzlunarvöru. Sögurnar gefa órækan vitnisburð um að fornmenn liafa þurkað fisk sinn, og það jafnvel á dögum Haraldar hárfagra, sigldu Norðmenn, með hann lil Englands og skil'fu fyrir korn, ldæði og hunang; og seinna hefir maður órækar sannanir af stórum íiskgeymsluhúsum í Björgvin, eins og sög- urnar og ýmsir útlenzkir sagnaritarar minn- ast á hinar miklu fiskiveiðar í Sundinu og við Bohuslen og víðar. Þannig segir hinn franski sagnaritari Philip Mazier 1382, að mánuðina sept.—okt. séu svo miklar síld- arveiðar við Noreg og Danmörku, að þang- að komi um 40,000 skip með 6 menn á hverju til að veiða síld, fyrir utan 300 saltskip. Auðvitað verður að gjöra ráð fyrir að þetta sé nokkuð orðum aukið,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.