Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 8
72 ÆGI.R. skipstjóra og stýrimanna við Faxaflóa«, og var þá í sjóði 5,800 kr. Samtals 300 kr. höfðu verið veittar á árinu, þar af til 5 skipstjóraekna 260 kr. og 40 kr. til skipstjóra Jóns Arnasonar, er varð fyrir því slysi, að missa framan af hendinni um horð i botnvörpuskipinu Sea Gull i haust. I‘eir bræður Konráð kaupm. Hjálmarson á Mjóa- firði og Gísti kaupm. á Norðfirði, ælla ser að stunda íiskiveiðar með 2 mótor- bátum í vetur frá Sandgerði á Miðnesi, og eru þeir nú þegar farnir að gera ráð- stafanir þessu viðvíkjandi. Botnvörpuskipið »Earl ol' Safetshurry« frá Hull, kom frá íslandi fimludaginn þ. 4. okt. síðast- liðinn til Englands eftir 3 vikna útivist, með fiskfarm sem seldnr var á 640 £ eða 11,520 kr. Fish Trades Gazette. í Hollandi eru 5 fiskiskólar sem ein- göngu kenna ungum fiskimannaefnum stjórn og meðferð á skipum, hin nauð- synlegustu atriði stýrimanna fræðinnar, hagnýting og viðgei’ð á hinum helztu veiðarfærum, ásamt meðferð og verkun á fiski og fiski afurðum. Fish Trades Gazetle. Þjóðverjar legga mjög mikið kapp á að hyggja gufuskip til fiskiveiða. Útgerðar- félag í Hamborg hefir nú látið byggja 2 gufuskip 115 fet á lengd með 400 hesta vélakrafti, sem á að stunda botnvörpu- veiðar á vetrum við strendur Spánar og í Miðjarðarhafinu, en við ísland og í Norðursjónum á sumrin. Aunað útgerð- arfélag hyggir nú 3 gufuskip, og hið 3ja 2 í sáma tilgangi. Fish Trades Gasette. Loftritun heíir I’ýzkt útgerðafélag á- formað að setja á hotnvörpuskipið H. F. Crener, eftir Marconi aðlérð, og er það hið fyrsta fiski gufuskip sem hefir fengið svoleiðis úthúnað. Gert er ráð fyrir að það geti tekið á móti fréttum í 300 sjó- mílna fjarlagð. Botnvörpnskipið Wursburg, til heyr- andi þýzku útgerðarfélagi kom lieim í miðjum nov. síðasll. með fiskfarm frá íslandi sem seldist á 18,000 Mörk (16,200). Fish Trades Gazette. í októher í haust voru fluttar 15,635 smálestir af ís l'rá Noregi til Bretlands. Hve nær skvldi það verða að’ ísland framleiði ís á heimsmarkaðinn ? Árið 1858 voru eugar áhurðarverksiuiðjur komnar á stofn í Noregi og var því ástandið þar líkt og nú á sér stað hér á landi, að öllum úrgangi og slori var lleygt. Síðan hafa risið upp margar slík- ar verksmiður, og telst svo til að á ár- unum frá 1858—1902 hafi áburður verið seldur út úr landinu fyrir 27 millionir kr. Maður getur af þessu fengið dálitla hugmynd um hvað mikið fé árlega fer til ónV'lis hjá oss lslendingum að eins hvað þessu viðvíkur. í Maseille á Frakklandi verður i sum- ar frá maí—okt. haldin sýning, sérstak- lega í þeim tilgangi að sýna og útskvra rannsóknir þær sem gerðar hafa verið á hafinu, ásamt því að sýna alt sem lýtur að tiskiveiðum og íiski. Ætlast er til að sýnd verði öll |)au verkfæri sem notuð eru við rannsóknir á hafinu, enn fremur fiskiskip og hátar, veiðarfæri, umbúðir, verkun, niðursuða, fiskiklak o. II. Svo verður og veitt til- sögn við fiskiveiðar, og útskýrð laga ákvæði viðvíkjandi þeim og m. 11. Hallgrímuv Jónsson dbrm. á Miðteig (Guðrúnarkoti) á Akranesi, varð hráð- kvaddur að heimili sínu aðfaranóttina 18. þ. m. nær 80 ára aldri. Hann var hrepp- stjóri í mörg ár, og mátti telja hann með einna merkustu bændum landsins. A yngri árum var hann sjósóknari hinn mesti, og lél hann sér jafnan anl að styðja að öllu því er til framfara horfði þessum atvinnuveg. Ekknasjóð drukkn- aðra manna fyrir Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu studdi hann af aleili, og var helsti hvatamaður til stofnunar lians. Fish Trades Gazetle. Prentsmiðjan Gutonberg —• 1‘JÖÖ,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.