Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 4

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 4
ÆGIR. 68 hverjum skilyrðum vélaliðið skuli fullnægja að pvi, er snertir tölu og kunnáttu gæzlumanna. Nú verður sú breyting gerð síðar á vjel skipsins eða kötlum þess, að hestaflið eykst að mun, og skal útgerð- armaður þess þá skyldur til að útvega nýja reglugerð 16. gr. Nú verður maður að lagadómi sekur um eitt- hvert það verk, .sem svívirðilegt er að almenningsáliti, og hefur hann þá fyrirgert skírteini sínu sem skipstjóri. Nú verður maður dæmdur í hegningarvinnu fyrir eitt- hvert það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, og heflr hann þá fyrirgert skirteini sínu sem stýrimaður. 16. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, alt að 200 krónum; sé brotið ítrekað, geta sektirnar stigið alt að 400 krónum. Sektirnar renna i landssjóð. Brot þessi sæta opinberri rannsókn og skal fara með málin sem almenn lögreglumál. 18. gr. Skilyrði fyrir því, að mega vera skipstjóri eða stýrimaður á skipi í innanlandssiglingum, ná þó eigi til þeirra, er stundað hafa atvinnu þessa áður en lög þessi öðlast gildi. 19. gr. Lög nr. 29, 26. okt. 1893 um atvinnu við siglingar eru úr gildi numin. 20. gr. Lög þessi öðlast gildi I. janúar 1906. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða. L.ög’boðnar skyldur . skipshafna á fiskikútterum meðan þeim var haldið úti frá Englandi. Meðan kútterarnir gengu frá Englandi, var skipshöfnin það er nú greinir: Venju- lega 6 drengir og 4 fullorðnir menn; voru drengir þessir kallaðir lærlingar (apprenti- ces) og skyldur þeirra og liinna fullorðnu manna þessar: 1. Káetu-drengur. Hann á að halda káetunni hreinni og öllu því sem í henni er, gæta allra verkfæra skipsins (sem oft- ast eru geymd í káetunni) og halda þeim hreinum og til taks, hann á að hjálpa til á þilfarinu eftir megni og skyldur er hann að stju-a skipinu meðan veiðarfærin eru dregin, livort lieldur lóðir eða botn- vörpur og lilýða öllum lögmætum skip- unum. 2. Matsveinn. t’að er skýlda hans. að elda allan mat vel og hreinlega, halda hásetaklefanum hreinum ásamt öllum mat- arílátum; liann á að læra að beita lóð, ljá hönd á þilfari, þegar þess þarf, ogyfir- leitt hlýða öllum lögmætum skipunum. 3. Lærlingar þeir eða drengir, sem búnir eru að Ijúka af þessum áðurnefndu stöðum, verða að kunna svo mikið, að þeir séu nú orðnir það sem Englendingar kalIa»ordinaryseaman«,semsvarar til »Let- matros« á dönsku, þ. e. þeir verða að þekkja kompásinn og geta stýrt eftir lion- um, gert hið lielzta, sem íyrir kemur á skipi og kunna að stanga saman köðlum; þeir eiga að kunna að beita lóð, festa bátum og gera að fiski. Enn fremur eiga þeir að læra að liöndla opinn bát á rúm- sjó. Hinn elzti lærlingur hefir umsjón með öllum drengjunum og gætir þess, að hver einstakur þeirra framkvæmi skylduverlc sin, svo skipstjóra líki. H i n i r f u 11 o r ð n u m e n n eiga eigi að eins að vera (það sem Englendingar kalla ahler-seamen, Danir fuldbefaren Matros og ísl. liáseta) fullkomnir hásetar, heldur einnig útfarnir fiskimenn. Þeir íletja fiskinn, sem á að salla, sjá um að lestin sé hrein; þeir draga lóðirnar, eða veiðarfærin og auk alls þess er að veiði lýtur, eiga þeir einnig að kunna að búa til ýmsa linúta, selja saman kaðla á marg- VÍslegan liátt, setja upp veglínur og gera við alt er að reiðanum lýtur — og bæta net og vörpur; enn fremur eiga þeir að kunna að stika dýpið og kunna sigl- ingarreglurnar — og hlýða öllum fyrir- skipunum. Stýrimaðurinn á að vera útfarinn sjómaður og fiskimaður og þar afleiðandi kunna alt, sem þeir eiga að kunna, sem hann er settur yfir, og á hann að sjá um, að sérhvert starf sé leyst af liendi á rétl- an hátt, Hann er skyldur að salta eða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.