Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1906, Blaðsíða 2

Ægir - 01.09.1906, Blaðsíða 2
22 ÆGIR. er að veði eru sett, vátrygð i ábyrgðar- félagi, sem stjórnarráðið tekur gilt. 2. gr. Vextir af lánum þessum skulu vera 3 af hundraði á ári. Lánin mega vera af- borgunarlaus 1 til 3 ár eptir atvikum, en afborgist síðan með jöfnum greiðslum á 7 til 5 ára fresti. 3. gr. Upphæð þeirra lánveitinga, sem heim- ilar eru samkvæmt 3. gr. slGpulagsskrár- innar, má eigi vera hærri til hvers lán- þegar en nú skal greina: a. Skipakaupslán mega ekki hærri vera en 15,000 kr. til hvers gufuskips yfir 30 smálesta, og eigi hærri en 10,000 kr. til gufuskips, ef minna er; eigi hærri en 5,000 kr. til livers seglskips yflr 16 smálesta að stærð, hvort sem hreyfivél er í því eða ekki, og eigi hærri en 2,000 kr. til þilskipa, 16 smálesta eða minni, né til vélabáta. b. Veiðarfæralán hvert má eigi hærra vera en 2,000 kr. c. Atvinnubótalán má eigi veita hærri en 5,000 kr. 4. gr. Láni hverju skal lántakandi skyldur að verja til þess, sem lánið er veitt til og tilgreint er i lánbeiðninni. Sé láninu að einhverju leyti eigi varið þannig, er það þegar fallið í gjalddaga. Nú er skipi eða mótorbát, sem að veði er sett sjóðn- um, eigi haldið út til fiskiveiða einhverja vertíð, og er lánið þá án uppsagnar fallið í gjalddaga, nema öðru vísi semjist við stjórnarráðið, enda hafi stjórnarráðið eigi veitt leyfl til þess, að skipið væri upp sett eða til annars notið þá vertíð. 5. gr. Þeir sem lán vilja fá úr Fiskiveiða- sjóðnum, skulu senda beiðni um það til stjórnarráðsins með venjulegum lántöku- skilrikjum, að því er snertir hin fram- hoðnu veð. Umsóknum um skipakaupa- lán skal auk virðingargjörðarinnar fylgia sölusamningurinn, og skjöl skipsins eftir þvi sem unt er, ella önnur skilriki um rétt nafn skipsins, heimkynni, aldur, stærð, byggingarefni og eignarheimild seljanda. 1 umsóknum um veiðarfæralán skal ná- kvæmlega lýsa því, hvers konar veiðar- íæri umsækjandi ætlar að kaupa og hve mikil. í umsóknum um lán til atvinnu- bóta við fiskiveiðar eða fiskverkun skal vera nákvæm lýsing á fyrirtæki þvi, sem um er að ræða, og tilgangi þess, svo og áætlun um kostnað. Öllum lánbeiðslum skal fylgja vottorð yfirvalds um að um- sækjandi stundi sjáfarútveg sem atvinnu, eða ef um hlutafélag er að ræða, að fiskimenn eigi meira en helming liluta- fjárins, og enn fremur vottorð yfirvalds eða hlutaðeigandi sveitarstjórnar, að um- sækjandi sé líldegur til þess, að lánið komi að tilætluðum notum í hans höndum. 6. gr. Þeir sem vilja öðlast styrk úr Fiski- veiðasjóði til einhvers þess, sem um ræðir í 5. gr. skipulagsskrárinnar, skulu senda umsóknir sínar lil stjórnarráðsins fyrir lok októbermánaðar ár hvert, og veitist þá styrkurinn um áramótin af komandi árs tekjum. í umsóknum um utanfarar- styrk skal tilgreina, hvað beiðandi ætlar sérstaklega að kynna sér, og hvert gagn hann hyggi, að af þvi megi verða hér á landi. Umsóknunum skulu fylgja með- mæli, að minsta kosti tveggja valinkunnra útgjörðarmanna eða skipstjóra er votti, að umsækjandi sé reglusamur og efni- legur maður, ötull og líklegur til þess, að færa sér styrkinn vel í nyt. Utan- fararstyrk má eigi veita lægri en 100 kr., né hærri en 600 kr. hverjnm. Þeir er fá slíkan síyrk eru skyldir að senda stjórnarráðinu opinhera skýrslu um á- rangurinn af ferðinni, og hvað þeir hafa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.