Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1906, Síða 4

Ægir - 01.09.1906, Síða 4
24 ÆGIR. og Færeyjar utan landhelgi samkv. lögum frá alþingi íslands frá 8. júli 1902 um tilhögun á löggæzlunni, og þar við eigandi tilskipun frá 2. marz 1903. c) Að veita fiskimönnum sem sigla und- ir dönsku merki næga vernd á móti yfirgangi útlendra fiskimanna. d) að gefa gætur að öllu sem getur haft heppileg áhrif til framfara við fiski- veiðarnar. Um verndun landhelginnar, og þá örð- ugleika sem því eru samfara, að geta fullnægt lögunum við hina ýmsu útlendu fiskimenn er fiska innan landhelgis vilj- um vér taka eftirfarandi kafla úr bók hans: »Hinir frönsku fiskimenn eru yfir höf- uð mjög friðsamir menn, og það er ör- sjaldan að kvartað er yfir þeim af ís- lendingum, og þegar þeir fiska nær ein- göngu með handfærum gera þeir engan skaða íslenzkum fiskimönnum, en þó ber það oft við, sérstaklega í byrjun vertíðar, að þeir koma oft inn í landhelgi á með- an fiskur er í göngu. En mjög örðugt er fyrir varðskipið að fastákveða hvort þeir fiska á ólöglegan hátt, því það er ekki nema litlrar stundar verk að draga inn línurnar undir eins og varðskipið sést og þar með gyrða fyrir að hægt sé að ákveða landhelgisbrot. Ef þeir eru handsamaðir fyrir ólöglegar fiskiveiðar í landhelgi, er það ærið örðugt og óþægi- legt að hegna þeim. Það verður fyrst að fara með þá tilnæsta sýslumanns, og þegar hér er um seglskip að ræða, verður varðskipið að draga þau langan veg; sekt sú er þeir geta hlotið er frá 20—400 kr. Svo útgjöldin, t. d. kol sem varðskipið eyðir eru oftast mikið meiri«. Um síldveiðina fyrir norðurlandi farast honum þannig orð. »Þegar útlend síldarskip fiska í land- helgi verður að draga þau inn til næsta dómara eins og franskar seglskútur, og er sektin hin sama. En það er vafalaust að eftir því sem þessi veiði verður stund- uð al' fleiri og fleiri, aukast örðugleikarnir með að gæta laganna og að líkindum mun innan skams verða gerðar meiri kröfur til eftirlitsins en verið hefir«. Um fiskiveiðar með línum frá gufu- skipum fer hann þessum orðum: »Fiskiveiði með lóðum hefir ekki nein skaðleg áhrif á fiskiveiði íslendinga, en eins og öll önnur veiði er það bannað innan landhelgi. Af því lóðirnar eru venjulega mjög langar, her það ekki ó- sjaldan við, að nokkur hluti þeirra er fyrir innan landhelgi, þótt mest af þeim sé lagt fyrir utan. Ef varðskipið hittir skip með lóðir sínar í landhelgi ber að handsama skipið og fara með það til næsta yfirvalds. Sektin er hin sama 20— 400 kr., en hvorki veiðarfæri né aíli upp- tækt. En hér er vafaatriði sem ætti að upplýsast. Það er efalaust að skipstjór- inn á að verða fyrir sekt, en þegar hann hefir greitt hana, getur hann þá farið út og tekið lóðir sínar sem liann hefir lagt í landhelgi og' fiskinn sem er á önglun- um? Ef þessu er svarað játandi þá er honum þar með gefið leyfi til að fram- kvæma lagabrot þ. e. að fiska í landhelgi en sje svarað neitandi, er skyldugt að íaka frá honum aílann sem þó lögin ekki gefa neina heimild til. Hið eðlilegasta virðist vera að veiðarfæri séu látin laus en sá fiskur sem fiskaður er í landhelgi sé tekinn. (Framh.) Porskafli í net hefir verið mjög góður í Garðsjó lijá þeim er stundað liafa nú seinni hluta þ. m., en sagt er einnig, að botnvörpungar hafi lika gjörst nærgöng- ulir til mikils skaða fyrir fiskimenn.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.