Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1906, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1906, Blaðsíða 6
26 ÆGI R. uðu þorskvciði í byrjun sumars, stunduðu síldarveiðar seinni hiutann. Fiskveiðar á opnum bátum hafa verið all-góðar þetta ár einkum fyrir norðan og vestan. Sérstaldega við Vestmanna- eyjar og ísafjarðardjúp fyrri hluta sumars og á Húnaflóa, enda hefir mótorbátum fjölgað óðum, svo fiskur er sóttur lengra en áður. En aftui' á móti hefir fiskiaíli á mótor- háta fyrir Austurlandi verið minni en síðastliðið ár, því fiskur var mjög lílill á djúpinu, en aftur á móti fiskuðu tveggja manna för og aðrir opnir hátar betur en árið áður. Affi á mótorbáta á Austfjörðum var í miðjan septhr. frá 80—100 skpd. Margir höfðu minna en örfáir meira. Þegar vér höfum ástæðu til, og fáum betri og nákvæmari skýrslur úr veiðistöðunum, munum vér hirta þær í hlaðinu. Hæstur aíli á mótorbát, sem Ægir liefir heyrt getið um er mótorþilhátur Porst. Jónssonar o. íl. i Vestmanneyjum, er allað hafði nú á áliðnu sumri um 300 slcpd. af fiski. Tvö skip hafa stundað síldveiði héðan frá Reykjavik í sumar. y>August<.<. frá því í byrjun mai til miðs sept.br., og aflað 1U30 tn., og »Kristjan« frá miðjum maí til miðs águsls og aflað 330 tn. Til samanburðar má geta þess, að »August« fiskaði að eins 560 tn. í fyrra yfir sama tímahil. Ferð J, E, Bergs^einssonar til Hollands. Ægir hefir áður stuttlega getið þess, að stýrimaður Jón Rergsveinsson ferðaðist til Hollands, að kynna sér sifdveiðar og verkun Hollendinga á síld og fiski. Hann hefir áður sent Ægir skýrslur frá ferð sinni, sem vér höfum birt i blaðinu, en þar eð hann er nú kominn úr þessari för, þá viljum vér stuttfega skýra frá ferð hans, eins og hann liefir sagt oss frá, ásamt árangrinum af henni. Hinn 27. okt. siðastl. haust fór hann héðan til Englands og ferðaðist þar um fiskistaðina Grimsby, Hull og Yarmouth, frá Yarmouth fór hann út með botnvörpu- skipum 2 »túra« til fiskveiða í Norður- sjónum. 4. nóv. fór hann frá Engfandi til Hollands, en vegna féleysis og annara ástæða gat hann ekki staðnæmst þar en varð að hverfa til baka tif Englands og ráðast á botnvörpung til fiskiveiða við ísland. 1. marz fór hann aftur frá Eng- landi til Hollands og réði sig á hollenskt botnvörpuskip þann 7. apríl, og var þar tif 6. júní, til þess að kynna sér meðferð þeirra ogtilhögun með fisksöltun í tunnur. Eftir þessa ferð réði hann sig á 82 smálesta þilskip (kutter) frá sama félagi (A. G. Muuvord Jr.) tif að stunda sild- veiðar í Norðursjónum og var þar í 2 mánuði (14. júlí—14. ágúst). Þ. 15. ágúst fór hann frá Rotterdam og kom hingað 23. s. m. og var þá ferð hans lokið. Eins og áður er sagt var hr. J. á hol- lenzku botnvörpuskipi í 2 mánuði sem fiskaði þorsk við ísland og saltaði hann í tunnur. Hann dáðist mjög að þrifnaðt þeim og vandvirkni sem alstaðar kemur fram við meðferð þeirra á fiski og síld, og sem einkum og sérílagi gerir það að verkum að þeir ná ávalt hæsta verði á heimsmarkaðinum fyrir sínar afurðir. Að salta fiskinn úr sjónum niður í tunnur og senda hann án frekara um- stangs á heimsmarkaðinn í slíkum um- húðum virðist að sjálfsögðu vera hið bezta fyrirkomulag sem hægt er hafa með verkun og meðferð á fiski. í fyrsta lagi missir fiskurinn ekkert af

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.