Ægir - 01.09.1906, Blaðsíða 8
28
ÆGIR.
tölu og vigt er hann seldur allur á upp-
boði.
Um 220—240 pd. af fiski eru í hverri
kúffyltri tunnu, ei'lir vænleik fisksins.
Talan er vanalega 45 fiskar fyrsta ílokks
eða vænsta. Smærri fiskur er verðminni.
Vér efumst ekki um að menn geri til-
raunir í þá átt sem hér um ræðir eink-
um seinnipart sumars, en áríðandi er að
vanda sig sem mest og breyta ekkert út
af aðferð Hollendinga sísl hvað þrifnað
og' frágang snertir, og mun þá likindi til
að íslendingar mundu hafa mikinn hag
af. Að öðru leyti munum við skýra ná-
kvæmar frá þessu síðar í greininni.
(Framh.).
1 storminum
hinn 13. seft. síðastl. ráku nokkur skip
á land víðsvegar við landið. í sama
veðri fórst seglskipið »Hjálmar«, eign Th.
Jensens kaupm. hér í bænum með 5
mönnum, var í flutningum hér í ílóan-
um fyrir Duusverzlun. Skipið óvátrygt.
Frétzt liefir
að lík skipstj. Jafets heitins Ólafssonar,
sem drukknaði á »Sophie Wethley« í
storminum 7. apríl við Mýrar, hafi rekið
nú fyrir nokkrum dögum, og' verður það
sótt upp eftir og' jarðsungið hér. Aður
hafa 4 lík rekið af sama skipi, en engin
af Emilie sem fórst þar í sama veðri.
Njál gufubátinn,
sem rak á land á Eyrarhakka í storm-
inum 13. f. m., er gert ráð fyrir að taka
út í vetur ef hægt er.
Fiskur og síltl
er sagt í góðu verði utanlands nú.
Dæmi vitnm vér til, að þorskur bezta
tegund hefir verið seldur fyrir 82 kr.
skpd. og reknetasíld fyrir 30 kr. tunnan.
Sem dærai um
framúrskarandi dugnað og framtaks-
semi má nefna það, að kaupm. Thor
Jensen hér í bænum hefir nú sent skip
sitt »Töjler« með 15 mönnum norður til
Norðurfjarðar í Strandasýslu og reka
þaðan tiskveiði með 4 opnum bátum.
Ætlast er til að veiðin sé stunduð fram
í desembermán.
Carl Trolle, kapteinn,
fyrv. kapteinn í sjóliði Dana og fólk-
þingismaður, nú formaður í ábyrgðarfé-
lagi danskra fiskiskipa, er styrk hefir af
ríkissjóði, kom nú með »Königsberg« og
ætlar að ferðast um Norður- og Austur-
land í erindum þessa félags.
Menn búast við að danskir fiskimenn
muni taka meiri þátt í fiskiveiðum við
ísland nú, þegar ritsímasamhandið er á
komið og samgöngurnar stórum bæltar
og' einkum ef slofnaður yrði fiskiveiða-
banki, er alt gefur von um framfarir á
fiskiveiðum bæði í stærri og smærri stíl.
Hið háa ábyrgðargjald, er hvílir á skij)-
um, er reka fiskiveiðar við ísland, liefir
aftrað mörgum frá að stunda þær, en það
gjald ætti að mega færa talsvert niður t.
d. á mótorbátum, er stunda fiskiveiðar
frá góðum höfnum, og er Trolle kap-
teinn að kynna sér alt þetla sem bezt.
Mörgum íslendingum er kunnugt starf
Trolle kapleins i þarfir fiskiveiðanna.
Fyrir 25 árum síðan stundaði hann sjálf-
ur fiskiveiðar hér við land á seglskipi
og í Danmörku, þar sem hann sem þing-
maður meðal annars fékk samþykt lög
um ábyrgðarfélag danskra sjómanna og
fær það mikinn styrk af ríkissjóði, en á-
byrgðargjald sjómanna er að eins 5 kr.
á ári. (Eftir »Austra«).
Prentsmiöjan Gutenberg.