Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 4
32 ÆGI R. þá yrði að sjálfsögðu aó liafa tunnur og tæki með, mann sem getur slegið til tunnurnar, skrúfpressu m. m., en með tilraun í smáum stíl þyrfti í byrjun ekki að leggja úl í nema tiltölulega. lítinn kostnað, og við slíka tilraun væri að lík- indum hjrggilegast eins og fiskur stendur nú, að byrja að eins með þorsk, en lála þyrskl., j'su og upsa bíða, að minsta kosti þar til reynsla væri fengin fyrir að þannig löguð verzlunar og verkunaraðferð svar- aði tilganginum. Hér að ofan heíir hr. J. aðeins gefið upplýsingar uin hinar almennu fiskiteg- undir sem vér tramleiðum á heimsmark- aðinn, og sem vér af reynslunni þekkj- um hvað mikið verðmæti hafa, en hér kemur íleira til athugunar, og það eru íiskafurðir sem hér sumpart er litill gaumur gefinn eða jafnvel fleygt, eða að minnsta kosti gengur að eins hér manna á milli íyrir lágt verð, en sem að hinu leytinu eru mjög mikils virði ef fylgt er verkun Hollendinga og sendar á sama markað. Þessar afurðir eru, kverksigar (Geller), kinnar (þorskkinnar) og lúða. Hér hafa kverksigar ekki verið tekn- ir úr þorski sem hefir veiðst á opnum bátum, en síðan veiðin var byrjuð frá þilskipum komst sú venja á, að skip- stjórar fengu kverksigana hjá hásetum til tryggingar því að fiskitala þeirra væri rétt. Skipstjórar eiga því einir kverksiga alla og verða það oftast nokkrar tunnur á skipum sem hafa marga menn og fiska vel. Tunnan af þeim heíir oftast verið seld hér 10—12 kr. Aftur á móti eru kinnar eign háseta, eða með öðrum orðum að venjan er að hausum öllum er fleygt, en hásetar mega taka kinnar af vænum fiskum ef þeim sýnist svo, því þær eru álitnar einkis virði, en venjulegast er mjög lítið að því gert og þá helzt að fátækir fjölskyldu- menn hirða þær í hvildarstundum sín- um, ekki sem verzlunarvöru. heldur til soðmetis handa heimilum sínum. A Aust- urlandi er þorskhöfðum með öllu saman venjulega fleygt, eða svo hefir viðgengist um langt skeið, og' er því hvorki notað til heimilisþarfa eða sem verzlunarvara. En til þess að sýna að hér er ekki um einskisvirði að ræða, og' að í þessu sem mörgu öðru er þekkingarleysið sem veldur því að við ekki kunnum að meta það eða færa okkur í nyt, þá skal það tekið fram að i skýrslum .1. er verðið á tunnunni af kinnum frá 25,50 kr.—33,75 kr. en jafnaðarlegast 26—27 kr. Þær hafa þannig altaf verið í hærra verði en ýsa eða upsi, en lítið eitt lægri en smá- flskur. Iíverksigar stóðu hæst í 231 kr. tunn- an (5. marz), en lægst komust þeir nið- ur í um 100 kr. tunnan, en venjulega í og yfir 120 kr. Hér er ekki um neina smámuni að ræða, það er ekki alllitið fé sem fleygl er í sjóinn af fiskiskipunum, en einkum á Austfjörðum, þar sem venjan er orðin svo rík að ekkert er hirt af höfðum, eink- um ef mikið berst að, og væri það þó ómaksins vert að minnsta kosti ef ástæð- ur leyfa að hagnýta sér alt sem bezt og gera sér að peningum. Þegar alli er rýr, virðist það sjálfsagt að hirða alt sem bezt. Þótt þær fiskiaf- urðir sem minna verðmæti hafa, verði, þegar góður afli er að setja á hakanum og víkja fyrir þvi sem er verðmeira. Heilagfiski í tunnum er eftir skýrslu J. frá 54 kr.—44,50 kr. eða sem næst 15— 20 aura pd. og er það líka hærra verð en menn hafa átt að venjast að fá hér fyrir heilagfiski, hvort selt hefir verið nýtt eður öðru vísi. Tunnurnar sem notaðar eru, eru af

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.