Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 7
Æ G I R.
35
Farþegabátur á Snaasenvatninu í Noregi meö 12 li. »ALPHA«-niótor. 50 fet á lengd, fer 7 m. á v.
fram með 6—7 mílna hraða í vöku. Það
sem vélar þessar hafa fram yfir gufuvél-
ar er það, að þær taka upp minna rúm
í skipinu, eins og líka aflvakinn, (stein-
olía) þarf mikið minna geymslurúm en
kol. Ennfremur er þeim líka hægt að
stjórna að öllu leyti frá þilfarinu, þegar
þær hafa verið settar i hreyfmgu. Þann
kost ásamt fleirum hafa þessar vélar fram
yíir steinolíumótora af líkri gerð, að þessi
vinnur því nær hljóðlaust, og er sívaln-
ingurinn, sem sést á myndinni og liggur
langs eftir miðjum mótornum gerður til
þess að taka við hljóðinu og eyða því.
Fyrir utan hina afarmiklu notkun á
mótorum i fiskiskip hefir mjög farið í
vöxt, að hagnýta þá til að knýja áfram
báta, sem ganga á vötnum og fljótum
uppi i landi, þar sem kol eru dýr og
örðug til aðflutnings. Þannig fer það
árlega í vöxt i Svíþjóð og Noregi.
Einn hátur sem knúinn er áfram með
»Dan«-mótor er hér á Lagarfljóti áAust-
urlandi, og mun þess vart langt að bíða,
að mótorbátar verði notaðir hér á hin-
um stærri vötnum svo sem Þingvalla-
vatni og Mývatni á sumrum sem skemti-
bátar fyrir ferðamenn sem og til flutn-
inga.
Verðlisti á íslenzku, meö myndum, yfir mótorinn
Alpha er nú prentaöur, og veröur hann sendur
út um landið til einstakra manna, jafnframt að
allir sem þess æskja geta fengið liann hjá aðal-
umboösmanni verksmiöjunnar Matth. Pórðar-
syni skipstjóra í Reykjavík.