Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 3
ÆGIR.
31
minkar fyrir lögunum og afbrotin verða
tiðari.
Vér vildum því fullkómlega styðja mál
Com. H. að það væri æskilegt, að því
yrði komið til leiðar, að maður með
dómsvaldi sigldi með varðskipinu, eink-
um á vetrarvertíð og fyrir Norðurlandi
á sumrin meðan síldveiði er stunduð, og
mundi þá fljótt sjást, að það hefði
heppilegan árangur, því þá væri hægt að
dæma mðrg hrot, sem með núverandi
fyrirkomulagi eru látin afskiftalaus eða
fyrirgefm. Og vér vonum, að þessi til-
laga hr. Com. Hammers verði af hluG
aðeigendum tekin til rækilegrar íhugun-
ar, og' ef mögulegt er komið í framkvæmd
sem fyrst.
(Framh.) Verðið á hverri fisktunnu er
mismunandi eftir árstíðum. Um miðjan
vetur og fram í marzm. er það hæst, en
fer svo smálækkandi. Eftir skýrslu sem
hr. J. gaf oss og hann hefir skrifað upp
eftir hollenzku fiskiveiðariti (De Haven-
bode) stendur, að verðið á tunnunni liafi
5. marz í ár, verið frá 90—93 kr. Fyrstu
dagana í apríl um 80 kr. en fór svo
smálækkandi í aprílm. þar til við lok
hans var það komið niður í 55 kr. Lægst
var það 11. maí 45 kr. tunnan, og hélst
í því og upp að 51 kr. yfir sumarið til
þess hann fór, eða miðs ágústs.
Hér er átt við fisk af beztu tegund,
fisk 18 þuml. og þar yfir.
Hollendingar salta einnig aðrar fiski-
tegundir i tunnur og selja þannig, svo
sem smáfisk, ísu, löngu og upsa, en mjög
mikið minna kemur af þessum tegund-
um og verðið er líka lægra. Astæðan
lil þess er sú, að fiskimennirnir sækjast
mest eftir verðmesta fiskinuni (þorskin-
um) eins og Frakkar hafa ávalt gert hér
við land.
Það er ekki nema endur og sinnum
sem smáfiskur sést á markaðnum, og var
verðið í sumar frá 30—36 kr. tunnan. Ysa
var ennþá lægri, lægst 30. júlí 15,75 kr.
og hæst 9. apríl 23,10 kr. tunnan. Upsi
um 20 kr. tunnan, en aftur á mótilanga
lægst 34 kr. en Iiæst 47,25 kr. tunnan.
Það hefir áður verið tekið fram að
Hollendingar hafa góða vöru vel vand-
aða, en þeir fá lika golt verð fyrir hana.
Ef gert er ráð fyrir að V2 skpd. af
fiski þurrum (160 pd.) fari í hverja
tunnu, þá verður hér um hil meðalverð
á fiskitegundunum þetta:
Porskur 1 skpil. Pýrslcl. 1 skpd. Ysa 1 skpd. Upsi l skpd. Langa 1 skpd.
Vetrarvert.: Sumar: 120 140Ur. 96-102 — )) 61-72 kr. 44 kr. 40 — 44 kr. 40 — 74 kr. 68-70 —
Það dylst engum, að hér fæst gott verð
fyrir vöruua, að minsta kosti er þorskur
í svo háu verði að það mundi að sjálf-
sögðu vera tilvinnandi, eins og áður hefir
verið tekið fram, að gera tilraun í þá
ált að verka fisk sem fæst fyrri hluta
vetrarvertíðar og seinni hluta sumars
eftir hollenzkum reglum og senda þang-
að á markað.
Tunnan sjálf með útflutningsgjaldi
mundi vart fara fram úr 10 kr. Salt
vrði hér um bil það sama og áður hefir
þurft, en verkun hyrfi með öllu, eða það
gjald sem horgað er fyrir þurkun á hvert
skpd. 3,20—4 kr. og alt umstang því við-
víkjandi hyrfi alveg.
Ef gera ætti tilraun um horð í skipi,