Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1906, Blaðsíða 10
38 Æ G I R . í vi'ii" oo- eí'tii* 1814. Eftir Fr. Macody Lund. iPýtt úr »Kringsjaa«]. [Frh. | Frakkar, sem um þær mund- ir höfðu svo fullkomnar fiskiveiðar, tóku þessari hreyfingu með fögnuði og gleði. »Journal Oeconomique« skrilar í aprilm. 1759, að ekki sé unt, að hugsa öðru vísi um fiskiveiðarnar fyrir hvern þann mann, sem ann sínu föðurlandi, en með ánægju og óskum um, að hægt sé að gera þær, sem fullkomnastar og arðmestar. Allir enskir föðurlandsvinir tóku í sama streng- inn. Þó viljum vér ekki láta hjá líða, að minnast þess, að Englendingar höfðu um þessar mundir bátaútveg í stórum stíl, sem var rekinn með dugnaðí og miklum ávinning. Árið 1750 var í Lundúnum gefið út Itoðsbréf frá »The Free British Fishery Societey«, og var þar slrax skrifað sig fyrir 9 milj. kr. (500,000 pd.) og með ákvörðun í Parlamentinu var félaginu veitt 32,40 kr. (36 sh,) í verðlaun fyrir hverja smálest af fiski, enn fremur 54 kr. (3 pd.), sem endurgjald fyrir hverjar 1800 kr. (100 pd.), sem það þurfti til að reka fyrirtækið með, og þetta var veitt, sem einkaleyfi í 14 ár. Sama endurgjald var undantekningarlaust veitt hverju því félagi, sem hafði 180,000 kr. (10,000 pd) í höfuðstól, og sem hélt úli til veiða þil- skipum yfir 20 smálestir að stærð. — En félögin vildu fá meira fé. Árið 1757 fór »The Fhree British Fishery Societey« fram á, að fá hærri verðlaun, og hafði sem ástæðu, að félagið hefði skaðast 2,453.408 kr. (136,306 pd.). Parlamentið hækkaði verðlaunin upp i 45 kr. (50 sli.) fyrir hverja smálest og einkaleyfistíminn var lengdur um 3 ár. Samt sem áður mistókst fyrirtækið, nokkuð af þeirri á- stæðu, að llskverðið í kringum árið 1750 var rnjög lágt, en sjálfsagl einna mest af því, að Breta vantaði þekkingu, stjórn- semi, reglusemi og vöruvöndun Hollend- inga. Enska stjórnin og einstakir menn gátu ekki með peningum eingöngu yfir- hugað Hollendinga. Beglusemi þeirra og sparsemi, samfara þekkingu og reynslu, með meðhöndlun á verkun á fiskinum, og ekki síst þekking þeirra á fiskigrunn- unum og kunnátta við fiskiaðferðina, gerði það að verkum, að þeir drottnuðu yfir gjörvöllum síldar- og fiskimarkaðin- um yfir allan heim, og stóðu þar föst- um fótum. Englendingar gáfust samt ekki upp, þeir héldu álram, að borga verðlaun. — Frá 1751—1797 eða í 45 ár borguðu þeir hér um bil 10 milj. kr (530.000 pd.) í verðlaun. En þrátt fyrir það, þó þeir legðu svona mikið fé fram, hafa menn fullyrt, að þjóðin sjálf hafi grætt alt að 200,000 kr. árlega á verzluninni með fisk- inn, fyrir utan það, sem fiskveiðarnar höfðu styrkt 18 ýmiskonar atvinnuvegi, veitt kaupskipum farma, stöðvað útílutn- ing á fólki til Ámeríku og' uppalið dug- andi sjómenn. Með sömu þrautseygju héldu þeir stöð- ugt áfram; alt sem þjóðin hafði lært á reynslunni í full 250 ár, ýmist með skaða eða litlum ávinning, tók Parlamentið til greina í tilskipun er það gaf út 1808, og sem enn þann dag í dag er undirstaðan undir fiskiveiðalög þeirra og grundvöll- urinn undir framförum þeirra í þessu efni. Nú er það lögleilt, að fiskurinn skyldi aðskilinn eftir því sem við átti til verzlunar og eftir árstíðum; 'og' nokkru áður (1794) voru lögákveðnar eikartunnur eftir hollenzkum reglum. Jafnframt voru verðlaunin fyrir hverja fiskaða smálest

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.