Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1912, Side 4

Ægir - 01.04.1912, Side 4
44 ÆGIR. Menn eru því að reyna að komast hjá þvi að nota norsk hrogn. Frá öllum hliðum hefi jeg komist að því, að Bretar hafa betri tunnur en Björg- inarmenn: tunnustaflrnir eru þykkari og bretskar tunnur hafa fyrir utan trjegjarð- irnar járngjarðir á báðum endum, sem kemur í veg fyrir leka, og skemdir í ílutningi. Þjóðverjar hafa einnig komist upp á að verka hrognin vel og þeir selja þau að mun ódýrara en Norðmennirnir. Þýsk og bretsk hrogn eru ætið boðin að minsta kosti 5 frönkum lægra en þau eru talin standa í Björgvin. Þetta eflir auðvitað markað þeirra. Samkvæmt tilkynningu frá meðlim fjelags franskra hrognkaupmanna, hefur fjelagið samið um við norska hrognút- flytjendur, að einungis heldar tunnur (»barils étanches«) megi flytja til Frakk- lands, þvi að franskir kaupendur eigi að hafna öllum tilboðum um óheldar tunnur, en norskir seljendur eigi að neita að selja slíkar lunnur. Frumvarp til laga um einkarjett og einkaleyfi til kolasölu á íslandi. 1. gr. Frá i. janúar 1913 áskilur landið sjer fyrst um sinn einkarjeft til kolasölu á íslandi og í landhelgi við ísland. Er því öllum, bæði einstök- um mönnum og flelögum, bannað að flytja kol til íslands, eða geyma, selja, afhenda eða á annan hátt úthluta kolum í landhelgi við ísland, nema samkvæmt því, er lög þessi leyfa. Ráðherra íslands veitist heimild til þess, að gera samning við kolanámufjelagið N. N. um einka- leyfi til kolasölu hjer á landi og hjer við Iand með eftirfarandi nánari skilyrðum. 2. gr. Kolanámufjelaginu N. N. veitist einka- leyfi til að flytja inn kol til íslands, og versla með þau þar og í landhelgi við ísland. Þó er dönsku flotamálastjórninni heimilt að flytja inn kol, sem eingöngu eru ætluð dönskum herskipum og varð- slcipum. Svo er og þeim, sem keypt hafa kol af leyfishafa hjer í landi, heimilt að selja þau aftur til notkunar í landinu eða á innlendum skipum. Loks leyfist og innlendum gasstöðvum að selja í landinu kokes, er þær hafa framleitt, sbr. einnig 16. gr. 3. gr. Leyfishafi skal vera skyldur til að hafa nægar birgðir af kolum þeim, sem nefnd eru í 4. gr. þessara laga og þar eru kölluð „almenn kol“, á þeim stöðum, sem tilgreindir eru í 5. gr. Nægð birgðanna miðast við kolaeyðsluna árið áður, hafi hún hvorki verið óvenjulega mikil eða lítil, en ef fyrirsjáanlegt er, að kolaeyðslan hljóti að verða meiri á einhverjum stað vegna nýrra eða aukinna atvinnufyrirlækja, þá er einkasali skyldur til að hafa birgðirnar að því skapi meiri. Skal hann sjerstak- lega birgja þær hafnir upp á haustin, svo að nægi fram á næsta sumar, sem hættast er við, að teptst geti sigling til af ís, og má hann kjósa um það, að fiytja allar birgðirnaf til hverrar hafnar í einni ferð eða fleirum. 4. gr. Kol þau, sem leyfishafi flytur til íslands, og hefur þar venjulega til sölu („almenn kol“), skulu vera Rosslyn Hartley kol, eða önnur kol jöfn þeim að gæðum, svo sem East Lothian Ordinary eða Lochgelly. Auk þess skal hann flytja inn aðrar kolategundir, sem menn kunna að fala hjá honum. Smíðakol er houum skylt að hafa til sölu, en rjett er að hlutaðeigendur tilkynni leyfishafa, hve miki^ smfðakol muni|þurfa á hverjum sölustað, og verður þessi tilkynning að vera komin á skrifstofu leyfis- hafa f Reykjavik I. júlí ár hvert. Innan sama tíma- marks verða að vera þangað komnar pantanir á kokes, anthracite kolum og hverjum öðrum kola- tegundum, sem menn vilja fala sjerstaklega, og senda þarf ásamt hinum almennu kolum. Öll kol, er hann lætur af hendi, eiga að vera sálduð (hörp- uð), nema smíðakol og sjerstök gaskol. 5. gr. Söluveið á „almennum kolum" skal vera fast ákveðið til manna, sem búsettir eru í landinu sjálfu, til innlendra skrásettra fiskiskipa, póst- og mannflutningaskipa, sem sigla eftir föstum ferða- áætlunum. Verð það, sem tilgreint er við hvern sölustað f þessari grein, skal leggju til grundvallar fyrir söluverði kolanna eftirleiðis. Þetta verð má aldrei vera hærra, þegar innkaupsverð á „almenn- nm kolum", fluttum ókeypis á skip á sölustaðnum í Skotlandi, er eigi hærra en það var um miðjan júlí 1911, og flutningsgjaldið er eigi hærra en það var þá. Sölustaðirnir eru:

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.