Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1913, Page 2

Ægir - 01.11.1913, Page 2
122 ÆGIU er.fyrir- hann bæri, og gæfi þar nm næg- ar og fullnægjaildi upplýsingar. Það hefur verið mörgum gelgátum leilt að því, hvar þessi maður mundi eiga að iiafa aðsetur, eða hvort hann yrði látinn ferðast, og hafasl við um tima á ýmsum slöðum, sem nauðsynlegt er að fá vit- neskju frá; og virðisl svarið liggja bein- ast við, að aðsetursstað verður hann að hafa einhversstaðar, t. d. á Englandi, en gera þaðan nauðsynlegar ferðir lil þeirra staða er vegna verslunar við ísland, væri áriðandi að hann kyntist sem best, og nærvera hans á vissum tímum ársins yrði vegna þess þar sjálfsögð. Erindis- brjef erindrekans verður að innifela í sjcr alt sem ákvæði liggja um, í skilyrð- unum fyrir styrkveitingunni, alt sem að því iýtur að staða hans geli orðið að sem mestu gagni, og má þar til telja það, sem beint er tekið fram; leiðheining með sölu á öllum liskitegundum og öðrum sjóföngum, þar til heyrir einnig að vekja athygli manna á öllu þvi, er heyrir til nýrra verkunar nýmæla, svo sem reyk- ingar, niðursuðu og annara aðferða við fisk, og ýmislegt í sambandi við það, svo sem umbúnað allan, hvort og hvernig sem varan væri send á markað. Annað sem erindrekinn á að sjálfsögðu að kynnast sem best, eru sölustaðir og kaupendur; að sölustaðirnir sjeu þeir heppilegustu og kaupendurnir sem á- reiðanlegastir, og vinna að þvi, að við- skiftin getí verið sem greiðust, hönd selji hendi, mest »fritt um borð« gegn hleðslu- skýrteini. Þctta er einn þýðingarmikill þáttur í starfsemi hans, og sem þarf tima lil að kynnast svo vel sje. Að sjálfsögðu yrði erindsrekinn að skýra nákvæmlega helslu samgöngufæri, skip og járnbrautir, og farmgjöld með þeim lil þeirra staða, sem vörurnar ætlu að fara til, svo þær komist sem fljótast og koslnaðarminst til kaupanda, einsoglika útlend verzlunarhús sem erindrekinn vildi koma í samband við ísland, ættu að fá allar slíkar upplýsingar hjá hon- um, hvað samgöngur við. og kringum ís- land snertir, og á hverjum límum hinar ýmsu vörutegundir væru væntanlegar á markaðinn. Jafnframt þvi sem staða hans útheimtir að hann kynni útlendum kaupmönnum ísland og íslendinga sem Iramlciðendur, að þeir geti komist i sem beinust viðskifti hvor við annan, án þess að hann, sem milliliður, þurfi ávalt að vera lil slaðar. Þetla yrði að gera svo samviskusamlega sem kostur er á, og með nægri þekkingu á báðum pörtum. Um verðlag og þær breytingar sem það kann að taka, bæði í raun og veru og fyrirsjáanlegt i framtíð, þarf hann að hafa stöðugar gætur með, og ávalt að senda þar um nægilegar skýrslur bæði frá þeim stað sem hann hefur fast aðsetur og engu síður frá þeim stöðum sem hann verður að hafa fast samband við. Eins og líka að gefa sem áreiðanlegastar og lljótastar skýrslur um innfluttar vörur og liggjandi vörumagn á þeim stöðum sem ís- lenskar vörur eru geymdar á,eðasamskon- ar vörur annarsstaðar að. Þar með til- heyrir líka að láta i ljósi umkvartanir á vörum, sem kunna að koma illa útlitandi frá íslenskum framleiðendum, og vanda um slikl, svo hlutaðeigandi og aðrir geti hagað sjer þar eftir. Það er margt íleira sem hjer er ekki tilgreinl, sem sjálfsagt er að erindrekinn starfi, en verður væntanlega sett i er- indishrjef hans, enda mun þetta starf, sem önnur ný sem stofnselt eru, þar sem knýjandi þörf er fyrir, vaxa og verða svo umfangsmikið þegar tímar líðar, að það mun þykja fullerfitt einum manni, jafn- framt sem það verður álitið lifsnauðsyn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.