Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 2

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 2
96 ÆGIR netaveiða, með ærnum kostnaði; mótor- ar hafa verið settir í þau: net með öllu því, er þeim til heyrir hafa verið keypt; tunnur, salt, matvæli, olía o. s. frv., hef- ur verið dýrara en heyrst hefur áður, og sumir hafa jafnvel keypt skip, til þess að senda þau á síldveiðar við ísland. Kostnaður við útgerð þessa, er frá 7—30 þúsund krónur, en það gerir ekkert til, hvað það kostar ,fiskimiðin íslensku eiga að borga bæði áfallinn kostnað og ágóða al' fyrirtækinu. Þessir menn koma langt að, og eiga langa ferð fyrir höndum að haustinu, til þess að komasl heim aftur, en þcir eru svo sannfærðir um, að afla hjer, að ekki er horft í það, og það mega Norðmenn eiga, að þeir kunna að veiða. T. d. um áræði það og vilja, er þeir sýna, þegar um veiði er að ræða, má hjer nefna það, að snemma i vor, iágu 2 mótorkúttarar út við ísinn fyrir Norð- urlandinu og stunduðu seladráp. Annað þessara skipa kom hingað á Reykjavík- urhöfn í vor, með hrotna vjel; hafði sá aJlað lítið, en hinn komst heim með 30,000 kr. ágóða eflir ferðina. Fyrir skömmu var jeg staddur á Siglu- íirði og var mjer þá eitt kvöld boðið um horð í skip, og heyrði jeg þá á lal Norðmanna, sem þótli íslendingar gera sjer all örðugt, og kynnu ekki að rneta þau hlunnindi, sem þeir hefðu af komu þeirra hingað til lands, einkum vinnu þá, er koma þeirra og veiðar veittu, auk verslunar o. íl., ertalið var upp. Þann- ig hugsa þeir og því fer ver, að margir íslendingar munu hugsa líkt, vera þakk- látir fyrir mola þá, er detta af borðum þessara drottna, en fleiri munu þeir þó, sem fmna sárt til þess, að hjer er um yfirgang útlendra að ræða, seiu fer að verða landsmönnum, sem reka síldar- veiði örðugur, einkum þar sem útlend- ingar fjölmenna svo, að íslendingar fara að kalla sig heppna, þegar skip þeirra komast að til að losa afla sinn, sem verður að gerast íljótt, þegar um síld er að ræða, eigi. aílinn að verða verslunar- vara og lil þess er ætlast, og ekki nóg með það, þeir verða að horfa á góðan aíla ónýtast vegna þess að þeir fá ekki sill eigið ráðna fólk til þess að taka á móti honum — alt í vinnu í þann svip- inn — hjá útlendingum. Eins og stendur, mun örðugt að koma nokkru verulegu lagi á ástand það, sem nú er á höfnum Norðurlandsins t. d. á Siglufirði, þar sem útlendingar hafa leigt lóðir og land til margra ára, en í tíma ætti að taka í laumana, hvað Vesturland- ið áhrærir, þar er einnig um mikla síld að ræða, og sumarið sem nú er að líða, mun án efa gefa útlendingum bendingu um, að reynandi verði fyrir Vestfjörðum næsta ár, verði of þröngt á Siglufirði og Eyjafirði. Það er áreiðanlegt að íslend- ingar eru að vakna og að þeir eru farn- ir að sjá, hvílik ógrynni auðæfa eru flult hjeðan frá landinu og ættu að skilja það, að sildartollurinn er lítil greiðsla fyrir það verðmæti, sem flutt er burtu. Öllu er ekki óhætt, þótt hin útlendu skip sjeu svo tugum og hundruðum skifti 2—300 faðma fyrir utan landhelgislínuna, það segir ekkert; fyrir þær veiðar er hún alt of nærri landi, en of seint að tala um slíkt nú. Geti Norðmenn sagt, að þeir einir hafi kent íslendingum að fiska og bjarga sjer, þá ættu ísleudingar að sýna það, að þeg- ar þeir eru búnir að læra, að þeir sjeu þeir menn, að þeir sjálfir vilji ná í auð- æfi þau, sem fiskimiðin bjóða þeim, í það minsta að þeir vilji komast að að veiða á landsins eigin miðum og geri sitt til að láta útlendinga skilja, að hjer er ekk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.