Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 6
100 ÆGIR ákvörðun taka í því og fól stjórninni það til frekari undirbúnings undir næsta aðal- fund. Stjórn fjelagsins hefir átt upptökin að þessu ináli. Henni þótti það leitt að eigi væri til neitt sjerstakt íslenskt heiðurs- merki er sæma mætti með jafnt útlenda menn sem innlenda, þá er þeir liefðu bjarg- að islenskum mönnum úr lífsháska á sjó. Fyrir henni vakti því aðallega sú hug- mynd, að gerður yrði heiðurspeningur (medalje), sem veittur yrði mönnum, er lagt hefðu líf sitt í hættu, eða skarað sjer- staklega fram úr, í því að bjarga mönn- um úr sjávarháska. Var svo hugsunin sú, að annaðhvort landsstjórnin eða stjórn Fiskifjelagsins veitti þessi heiðurslaun, þeim er til þeirra hefðu unnið. Heiðurslaun af þessu tagi eru víst veitt í flestum siðuðum löndum, en sá sem veitir þau, er víst oftast, ef eigi ávalt, æðsli maður hvers ríkis (konungur eða forseti); þannig er því háttað á Norðurlöndum og þarf oft og tíðum leyfi hans eða ríkis- stjórnarinnar til þess að bera slík sæmd- armerki frá öðrum ríkjum. Að svo löguðu máli hlutum vjer að bera þetta mál undir landsstjórnina hjer og taldi hún það ógerning, bæði fyrir sig (landsstjórnina) og Fiskifjelagið að gefa út heiðursmerki af þessu tagi, með því að til væru slík heiðursmerki sem giltu fyrir Danaveldi og að það væru sjerrjettindi konungs, að úthluta þeim. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að Fiskifjelagið veiti verðlaun í umræddu skyni í annari mynd, gefi t. d. mönnum gripi, samfara þakkarbrjefi, eða þá hæfdegar fjárupphæðir, eftir því sem best þætti hlýða. En þar sem það nú var hugmyndin um heiðurspening, sem stjórn fjelagsins þótti hin æskilegasta, þá er það auðvitað mál að hún gat ekki, nje getur, gert neitt í þessu máli upp á sitt eindæmi, og úr því að landsstjórnin telur það sjerrettindi kon- ungs, að sæma menn slíkum heiðursmerkj- um, þá sjer hún eklci aðra leið vænlega til æskilegs árangurs í þessu máli, en sam- vinnu við landsstjórnina. Stjórn Fiskifjelagsins leggur það þess vegna til, að það fari þess á leit við Stjórn- arráð íslands að það (ráðherra) reyni að fá samþykki konungs til þess að gefa megi út íslenskan heiðurspening til verðlauna fyrir björgun úr sjávarháska, en telur um leið af ýmsum ástæðum heppilegast, ef ekki sjálfsagt, að landsstjórnin (konungur) veiti verðlaunin. t*ó vill fjelagsstjórnin ekki að Fiskifjelagið afsali sjer öllum rjetti til afskifta af veitingu verðlaunanna og telur því rjetlast að þau yrðu veitt þeim einum, er stjórn Fiskifjelagsins stingi upp á eða mælti með, með öðrum orðum sagt, að hún hefði uppástungurjettinn, en lands- stjórnin veitingarvaldið. Reykjavík, 13. febrúar 1915. í stjórn Fiskifjelags íslands. Hannes Hafliðason. Bjarni Sœmundsson. Geir Sigurðsson. Trgggvi Gunnarsson. Nefudaiálit um fiskimat. Nefnd sú er kosin var í fiskimatsmálinu hefir átt fundi með sjer og tekið þar til meðferðar, fyrst nefndarálit það er lagt var fyrir Fiskiþingið og svo tekin til ræki- legrar yfirvegunar lög um fiskimat frá 9. júlí 1909 og erindisbrjef yfirfiskimatsmanna frá 12. ágúst 1910. Mál þelta er þannig lil komið, að mikl- ar umkvartanir hafa borist hingað til lands, frá útlendum fiskikaupendum, um að að- greining á fiski sje ekki eins og vera ætti, eins og nefndarálit það er barst Fiskiþing- inu skýrir frá. Einnig hafa komið margar raddir um það, hjer innanlands, nú á seinni árum, að ótækt sje að hinn svokallaði Labrador-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.