Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 11
ÆGIR 105 Lög1 ura breyting á löguni nr. 22, 11. júlí 1911, um stýrimannaskólann í Reykjavík. 1. grein orðist þannig: Stýrimannaskólinn í Reykjavík veitir kenslu 1 siglingafræði og gufuvélafræði og undirbýr læri- sveina skólans undir hið almenna stýrimannspróf, fiskiskipstjórapróf og próf í gufuvjelafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn. Við skóla þennan skipar Stjórnarráðið forstöðu- mann með 2000 króna árslaunum auk leigulauss bústaðar, ljóss og hita, og einn aukakennara með 1200 kr. árslaunum. Stjórnarráðið hefir á hendi yfirumsjón skólans, og gefur út reglugjörð fyrir hann. Laun kennara og annar kostnaður greiðist úr landssjóði. 2. gr. 2. grein orðist þannig: Til fiskiskipstjóraprófs útheimtist: 1. kunnátta 1 fræðinni um almenn brot, tuga- brot, hlutföll talna, veldi og rót, notkun loga- ritma, um grundvallaratriði flatarmálsfræð- innar, um játandi og neitandi stærðir, um grundvallarsetningar þrlhyrningafræðinnar og útreikning rjetthyrndra þríhyrninga eftir henni; 2. þekking á jarðarhnettinum, lögun hans og stærð, línum á yfirborði hans, breidd og lengd; 3. þekking á tilhöguninni á áttavitanum og notkun hans, á misvísun, segulhalla (inklin- ation) og athvarfi (deviation) og hvernig það Verður fundið, á tilhögun og notkun skip- hraðamælisins og grunnsökkunnar; 4. skyn á sjávaruppdráttum yfir höfuð; 5. þekking á dagbókarhaldi og leiðarreikningi eftir töflum þeim, sem til þess eiu gerðar, að kunna að marka stað skips á uppdrætt- inum, bæði eftir breidd og lengd, og með því að taka mið á landi; þekking á straumi, og á því, hvað skip hefur borið af leið, og að kunna að ákveða stefnu og vegalengd tiltekins staðar; 6. þekking á himinhvolfinu og hinni daglegu hreyfingu, á mælistigakerfi himinhvolfsins, á því, að ákveða afstöðu himintungla, á sól- unni og hreyfingu hennar sjálfrar; 7. þekking á áttungs- eða sjöttungsmæli, og að kunna að prófa og leiðrjetta stöðu spegl- anna; að kunna að mæla hæð himintungls og horn milli hluta á jörðunni; 8. þekking á mælingu og skiftingu tfmans; 9. þekking á leiðrjettingum þeim, sem við eru hafðar við hina mældu hæð sólarinnar; 10 að kunna að finna hvenær sólin rennur upp eða gengur undir; 11. að kunna að finna misvísun með því að mæla hæð sólar eða fastastjörnu; 12. að kunna að finna breiddina með því að mæla hæð sólar eða fastastjörnu í hádegis- baug; 13. að kunna að finna misvísun við athugun pólstjörnunnar; 14. að kunna að finna hvenær flóð verður og fjara; 15. þekking á alþjóðlegum siglingareglum og björgunarverkfærum; 16. að kunna að nota hina alþjóðlegu merkja- bók og veðurmerki; 17. að geta samið grein á íslensku með glöggu orðfæri urn tiltekið efni, er snertir sjóferðir, og ritað hana með skýrri rithönd og sæmi- legri rjettritun; 18. að hafa lesið kafla í danskri bók, eigi minni en 150 bls., og geta útlagt hann munnlega á íslensku og geta talað um hversdagsefni á dönsku svo skiljanlegt sje; 19. sama kunnátta í ensku sem í dönsku; 20. að þekkja hin helstu lagaákvæði, er snerta rjett og skyldur skipstjóra; 21. að þekkja einföldustu hjúkrunarreglur, sjer- staklega til að geta bundið um beinbrot og sár og kipt í lið, þegar slys ber að höndum. 3- gr- 3. grein orðist þannig: Til hins almenna stýrimannaprófs útheimtist alt það, sem útheimtist til fiskiskipstjóraprófsins og ennfremur: 1. ítarlegri þekking á veldi og rót, á logaritm- um, á reikningi með játandi og neitandi stærð- um, þekking á þríhyrningum, er falla saman eða eru eins lagaðir, á mælikvörðum lína og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.