Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 13
ÆGIR 107 5. í eðlisfræði: Þekking á lögunum um loftkend efni, þrýstingsmælum, dælum, eðlisþyngd, seltumælutn, hita og dreifing hans, útþenslu hluta við hita, hitamælum, hitamagni, bræðslu, upp- gufttn, eiginleikum vatnsgufunnar, suðu, eldsneyti- brenslu, vjelaáburði, samsetningu og sundurliðun krafta, einföldum vjelum (vogarstöng, skrúfu, fleyg o. sv. frv.) segulmagni, rafmagni og styrkleika efn- anna. 6. í vjelfræði: Þekking á gufuvjelum 1 skipum, einstökum hlutum þeirra og samsetning þeirra, svo og á kötlum og öðrum tækjum, er þeim fylgja, þekking á eldri og yngri tegundum gufuvjela og gufukatla, hirðingu gufuvjela og gufu- katla, stjórn þeirra, viðhaldi og eftirliti, vjelabil- un, ketilsprengingu, aflmælishnum, (fndikator-dia- grörn) og þeim niðurstöðum, er af þeim má draga, hestafli gufuvjela og kolaeyðslu, stelling skyttunn- ar, hjálpnrvjelum á skipum (gufustýrivjelum, gufu- vindum, ljósvjelum, kælivjelum, o. s. frv.), skift- ing skipa í vatnsheld hólf, bygging skipa, skips- dælum og slökkviáhöldum, á lagaákvæðum um íslensk gufttskip. Þekking á hreyfivjelum (mótor- um). 7. í vjelteikningu: Að geta mælt og gert uppdrátt eftir ákveðnum mælikvarða af hlut úr gufuvjel, sem ekki er mjög samsettur. 8. í dönsku: Að geta lesið upp og þýtt ljettan kafla I danskri bók verkfræðilegs efnis. 9. í e n s lc u : Að geta lesið upp og þýtt ljettan kafla í enskri bók verkfræðilegs efnis. 3- gr- Prófið er bæði skrifiegt og munnlegt. Það skal haldið af prófnefnd; eru f henni forstöðu- maður vjelstóraskólans og 2 menn aðrir, er Stjórn- urráðið skipar í hvert skifti, og skal fyrir henni standa sá af nefndarmönnum, er Stjórnarráðið skipar sem oddvita. Að rninsta kosti annar hinna skipuðu prófdómenda skal hafa leyst af hendi fullkomið vjelstjórapróf. Til að dæma um kunn- áttu í tungumálum getur Stjórnarráðið, ef þörf þykir, skipað aðra menn. Hinir skipuðu prófdómendur velja prófverkefnin. Verkefni til skriflega prófsins skulu þeir afhenda í lokuðu umslagi í byrjun hvers úrlausnartíma. Kennarinn í hverri grein heldur hið munn- lega próf. Tungumálakennarar dæma um kunn- áttu prófsveina, hver í sinni grein, ásamt einum prófdómanda. 4- gr. Sá einn má ganga undir vjelstjórapróf, er: 1. hefir stundað járnsmíði í 3 ár, eftir 14 ára aldur, í þeim járnsmiðjuro, er Stjórnarráðið tekur gildar. 2, sýnir vottorð frá iðnmeistara sínum um kunn- áttu, dugnað, hegðun og reglusemi. Sé sá, er undir prófið vill ganga, eigi læri- sveinn í vjelstjóraskólanum, þá skal beiðni hans Utn að mega ganga undir prófið send Stjórnar- ráðinu 3 mánuðum áður en á að halda prófið. Auk áðurnefndra vottorða skulu beiðni þessari fylgja skírnarvottorð umsækjanda, og vottorð frá þeim manni eða mönnum, sem hafa kent honum. Hafi hann gengið undir vjelstjórapróf áður, skal þess getið f umsókninni. Sá, sem fengið hefir vjelstjóraskírteini eða und- anþáguleyfi, til að vera yfirvjelstjóri, áður en lög þessi öðlast gildi, hefir rjett til að ganga undir vjelstjóraprófið, þótt hann fullnægi ekki skilyrð- um þeirn, er sett eru í 1. og 2. lið þessarar greinar. 5- gr- Akvæði um það, hvernig kenslunni skuli háttað, um inntökuskilyrði, próf o. fl., skal setja í reglu- gjörð, sem Stjórnarráðið setur. 6. gr. Þeim, sem prófi heflr náð, skal veitt skírteini um það. Skal þar telja þær kenslugreinar, sem hann hefur verið reyndur f, og tilgreina í tölum einkunn þá, sem gefin er, og jafnframt bæði hina lægstu tölu, er krafist er til að standast prófið, og hina hæstu tölu, sem unt er að ná við það, og skulu allir nefndarmennirnir undirrita skír- teiuið. Nöfn þeirra, sein undir próf ganga, skal rita í bók, sem til þess er ætluð og Stjórnarráðið geymir; skal í henni skýrt frá fullu nafni hvers eins, fæðingarstað, fæðingardegi og fæðingarári, svo og frá einkunnum þeim, sem gefnar hafa verið við prófið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.