Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1915, Blaðsíða 8
102 ÆGIR Botnvörpuskipin munu nú vera orðin 22, og auk þess koma önnur gufuskip, t. d. Eimskipafjelagsskipin. Kunnugur maður hefur sagt nefndinni, að botnvörpuskipin muni hafa greitt í vá- tryggingargjöld, síðan sá útvegur byrjaði, c. 760,000 kr., og ef taldir eru vextir og vaxtavextir af vátryggingargjöldunum, sem borguð hafa verið, þá verður upphæðin auðvitað miklu hærri. Tjón þau, sem orðið hafa á botnvörpu- skipum á sama tíma, telur sami maður, að numið hafi c. 300,000 kr. (þar með er ekki talinn »Skúli Fógeti«, sem rakst á tundurdufl, og ekki var bæltur af neinu vátryggingarfjelagi), en af þeirri upphæð fengust aflur endurgreiddar 150,000 kr. fyrir »Lord Nelson«, sem fórst við árekstur. Að áliti þessa manns hafa vátryggingar- fjelögin því orðið að borga út c. 150,000 kr. fyrir skipatjón, en vjer teljum, að upp- hæð þessi sje nokkuð of lág og að hún sje tæplegs minni en 200,000 kr. Það mun mega fullyrða, að vátryggingargjöld- in, sem nú eru árlega greidd fyrir boln- vörpuskipin, Eimskipafjelagsskipin o. s. frv. sje yfir 300,000. Alt þetta fje fer út úr landinu. Vjer viljum taka það fram, að við ekki tökum ábyrgð á, að tölur þessar sjeu rjett- ar, en þykjumst mega fullyrða, að þær sjeu heldur of lágar, en of háar. Af þvi, sem að framan er sagt, má sjá það, að skip þessi eru nú orðin svo mörg. og fje það, sem greitt er af þeim árlega í vátryggingargjöld svo mikið, að telja verð- ur gerlegt að stofna innlent fjelag til að vátryggja þessi skip i, en þó þvi að eins, að það væri skylduvátrygging fyrir öll þessi skip í slíku fjelagi. Nefndin leyfir sjer að koma fram með eftirfarandi tillögu í málinu: Fiskiþingið skorar á Alþingi, að sam- þykkja þingsályktunartillögu til stjórnar- innar um, að hún láti undirbúa og semja frumvarp til laga um innlent vátryggingar- fjelag fyrir skip, er feli í sjer skylduvá- tryggingu á öllum íslenskum gufuskipum og leggi frumvarpið fyrir næsta Alþing. (Till. samþ.). Á Fiskiþingi íslands í Reykjavík, 9. júlí 1915. Tryggvi Gunnarsson. Magnús Sigurðsson. Matthias Pórðarson Nefndarálit um vitamál. Vjer undirritaðir, sem kosnir vorum í nefnd til að íhuga vitamál þau, er liggja fyrir Fiskiþinginu, höfum kynt oss mála- leitanir þær, sem hjer er um að ræða, og auk þess leitað upplýsinga þeim viðvíkj- andi hjá vitamálaverkfræðingi landstjórn- arinnar hr. Th. Krabbe. Fyrir Fiskiþinginu liggur beiðni um: 1. Breytingu á Arnarnesvita í Norður-ísa- fjarðarsýslu úr föstum vita í blossavita. 2. Vita á svœðinu milli Isa/jarðardjúps og Dýrajjarðar. 3. Vita á Akranesi í Borgarfjarðarsýslu. 4. Vita á Norðfjarðarhorni í Suður-Múla- sýslu. 5. Hljóðmerki á Garðsskagavita í Gull- bringusýslu. 6. Pokulúður við vitann á Dalatanga í Suður-Múlasýslu. 7. Landtökuvita með þokulúðri á Seley úti fyrir Reyðarfirði, eða á Kamba- nesi milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals- víkur. Viðvíkjandi beiðni 1 er það að athuga, að hr. Krabbe tjáði oss, að verið sje þeg- ar að breyta nefndum vita í myrkvunar- vita (blikvita) og að sú breyting sje þegar auglýst að verði um garð gengin fyrir lok þessa mánaðar. Vjer álítum því, að beiðn- inni sje þegar nokkurn veginn fullnægt. Um beiðni 2 er það að taka fram, að hr. Krabbe hefir rannsakað vitastæði á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.